Erlent

Smábarn á launum hjá ríki

Nýfæddu barni í Nígeríu var bætt á launaskrá ríkisins og hefur fengið 150 dollara á mánuði síðustu þrjú árin. Saksóknari hefur greint frá þessu.

Launþeginn er skráður sem mánaðargamalt barn, en saksóknari segir að faðir barnsins hafi byrjað að innheimta laun þess frá því áður en það fæddist. Barnið er eitt af mörgum svokölluðum draugastarfsmönnum í kerfinu, sem fá laun án þess að vinna.

Opinberir starfsmenn skálda störf fyrir fjölskyldumeðlimi til að drýgja eigin tekjur.

Saksóknari segir að ríkið sé að reyna að snúa þessari þróun við. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×