Erlent Kýrin Yvonne vekur mikla athygli í Þýskalandi Þýska þjóðin fylgist nú spennt með tilraunum dýraverndunarsinna til að bjarga kú úr skóglendi Bæjaralands en þar hefur kýrin dvalið síðan hún flúði af bóndabýli sínu í vor. Erlent 15.8.2011 06:52 Chavez kominn til Venesúela Forseti Venesúela, Hugo Chavez, hefur snúið aftur til Venesúela eftir aðra umferð lyfjameðferðar sem hann fór í á Kúbu. Erlent 15.8.2011 06:30 Herskip skutu á fólk í borginni Latakia Sýrlensk herskip létu skotum rigna yfir hafnarborgina Latakia í gær og urðu í það minnsta nítján að bana. Árásinni var beint að andstæðingum sýrlenskra stjórnvalda sem staðið hafa fyrir mótmælum síðustu vikur. Erlent 15.8.2011 04:00 Fjórir létu lífið þegar svið á tónleikum féll saman Að minnsta kosti fjórir létu lífið og nokkrir tugir til viðbótar slösuðust þegar svið á útitónleikum féll saman og hrundi í Indiana í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Erlent 14.8.2011 22:15 Rakari missti allt sem hann átti í óeirðunum í London Lundúnarbúar eru byrjaðir að safna peningum til að styrkja tæplega níræðan rakara en stofan hans var lögð í rúst í óeirðunum um síðustu helgi. Tæplega átta hundruð óeirðarseggir hafa verið ákærðir. Erlent 14.8.2011 20:17 Fjölskylda varð fyrir hnífsstunguárás - sex látnir Sex eru látnir eftir fólskulega hnífsstunguárás á eyjunni Jersey í Ermasundi fyrr í dag. Svo virðist sem fjölskylda hafi orðið fyrir árásinni en á meðal þeirra látnu eru tvær konur, tveir menn og tvö ung börn. Erlent 14.8.2011 20:10 Tólf féllu þegar sprengja sprakk á hóteli Að minnsta kosti tólf féllu þegar sprengja sprakk á hóteli í borginni Dera Allah Yar í Pakistan í morgun, á þjóðhátíðardegi Pakistana. Fjöldi fólks var inni á hótelinu þegar sprengjan sprakk og auk þeirra sem féllu eru að minnsta kosti fjórtán særðir. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu. Borgin Der Allah Yar er í Balochistan-héraði sem er stærsta hérað Pakistans en það er jafnframt það fátækasta. Erlent 14.8.2011 17:00 Dregur sig úr kapphlaupinu Tim Pawlenty, fyrrverandi ríkisstjóri í Minnessota, sem þótti framan af einn sigurstranglegasti frambjóðandinn í forkosningum bandaríska repúblikanaflokksins, hefur dregið sig úr kapphlaupinu. Erlent 14.8.2011 16:43 Breivik skoðaði Útey í gallabuxum og bol - Myndband Lögreglan í Osló fór með fjöldamorðingjann Anders Breivik til Úteyjar í gær dag en hann hefur játað að hafa framið fjöldamorð á eyjunni og sprengt sprengju í miðborg Oslóar tuttugasta og annan júlí síðastliðinn. Erlent 14.8.2011 14:59 Segir að óeirðirnar muni setja varanlegan svip á breskt samfélag David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að óeirðarseggjum og skemmdarvörgum verði ekki sýnd nein miskunn, en alls hafa 1.276 verið handteknir. Cameron telur að óeirðirnar í Lundúnum muni setjan varanlegan svip á breskt samfélag. Erlent 14.8.2011 12:02 Rick Perry sækist eftir tilnefningu sem forsetaframbjóðandi Spenna er að færast í forkosningar bandaríska repúblikanaflokksins eftir að ríkisstjóri Texas lýsti yfir framboði sínu. Tveir sigurstranglegustu frambjóðendurnir eru strangkristnir íhaldsmenn. Erlent 14.8.2011 12:00 Skemmdarvörgum verður ekki sýnd nein miskunn David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að óeirðarseggjum og skemmdarvörgum verði ekki sýnd nein miskunn, en hann telur að óeirðirnar í Lundúnum muni setja mark sitt á sögu Bretlands. Erlent 14.8.2011 10:20 Pissaði á 12 ára stúlku í flugvél Átján ára piltur, Robert Vietze, hefur verið rekinn úr unglingalandsliði Bandaríkjanna í skíðaíþróttum fyrir að hafa kastað af sér vatni á 12 ára stúlku sem var með honum í flugvél fyrr í vikunni. Erlent 13.8.2011 22:00 Bandaríkjamanni rænt í Pakistan Sextíu og þriggja ára bandarískum karlmanni var rænt af átta vopnuðum mönnum í borginni Lahore í Pakistan í morgun. Ræningjarnir komu á nokkrum bílum að heimili mannsins og yfirbuguðu öryggisverði hans og námu hann síðan á brott. Erlent 13.8.2011 15:53 Óttast að sænskri konu hafi verið rænt - lýst eftir henni um allan heim Þrítug sænsk kona, Jenny Persson, hefur verið týnd frá 1. ágúst síðastliðnum. Óttast er að henni hafi verið rænt. Erlent 13.8.2011 14:00 Læknamóttaka fyrir þá sem dvelja ólöglega í Danmörku Læknafélagið, Rauði krossinn og Flóttamannahjálpin í Danmörku opna innan skamms læknamóttöku fyrir útlendinga sem dvelja ólöglega í landinu. Erlent 13.8.2011 13:00 Júlía enn í varðhaldi Júlía Tímosjenko, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, situr enn í varðhaldi eftir að dómstóll hafnaði beiðni hennar um að verða látin laus. Erlent 13.8.2011 11:00 Bandarísk ofurlögga ráðleggur Bretum Bresk yfirvöld hafa ráðið bandaríska ofurlöggu til að ráðleggja þeim í baráttunni við glæpagengi. Dómstólar hafa vart undan að afgreiða mál óeirðaseggja í landinu. Erlent 13.8.2011 11:00 531 tonn af hjálpargögnum til Afríku Það sem af er mánuði hefur UNICEF sent 531 tonn af hjálpargögnum til þurrkasvæðanna í Austur-Afríku. Um er að ræða matvæli eins og hnetumauk og orkustangir, en einnig lyf, bóluefni, vatnshreinsibúnað og tjöld svo eitthvað sé nefnt. Erlent 13.8.2011 10:24 Hörmulegar aðstæður í Sómalíu Kólerufaraldur blasir við á neyðarsvæðunum í Sómalíu þar sem óhreint vatn og ófullnægjandi hreinlætisaðstaða er gróðrarstía fyrir sjúkdóminn. Hundruð þúsunda barna glíma nú við næringarskort á svæðinu og eru viðkvæm fyrir áföllum. Erlent 13.8.2011 10:12 50 ár frá byggingu Berlínarmúrsins Í dag eru 50 ár liðinn frá því hafist var handa að byggja Berlínarmúrinn. Múrinn skipti Berlín í tvennt, splundraði fjölskyldum og varð ein af táknmyndum Kalda stríðsins, tvískiptingar austur og vesturs. Þjóðverjar líta til baka í dag. Erlent 13.8.2011 09:46 Sáu dóttur sína í sjónvarpinu og hringdu á lögreglu Ljóst er að brotamennirnir í Lundúnum voru af mörgu tagi. Að sögn breska dagblaðsins Guardian sáu foreldrar 18 ára stúlku hana í beinni sjónvarpsútsendingu í Enfield þar sem hún braut rúðu í verslun með grjótkasti og fagnaði ákaft. Foreldrarnir létu lögregluna vita og var stúlkan handtekin. Stúlkan hreppti nýlega þann heiður að vera ásamt hópi annarra unglinga gerð að sérstökum sendiherra ólympíuleikanna sem halda á í Lundúnum næsta sumar. Erlent 13.8.2011 09:43 Dauðadómur fyrir 11 morð Raðmorðingi sem myrti ellefu konur í borginni Cleveland var í gær dæmdur til dauða fyrir glæpi sína. Anthony Sowell var handtekinn árið 2009 grunaður um að hafa beitt konu kynferðisofbeldi. Eftir það fundust jarðneskar leifar kvennanna víðs vegar í húsi hans og grafnar í lóðinni. Þær hurfu á árunum 2007 til 2009 og höfðu verið kyrktar og svívirtar. Erlent 13.8.2011 09:41 Ónæmiskerfið öðruvísi en í öðrum dýrum Þorskur er með öðruvísi ónæmiskerfi en öll önnur dýr. Norskir vísindamenn hafa kortlagt erfðamengi þorsksins og er greint frá niðurstöðum rannsókna þeirra í vísindaritinu Nature. Erlent 13.8.2011 08:00 Rick Perry gæti skákað Romney Rick Perry fylkisstjóri í Texas er talinn líklegur til að gefa loks kost á sér í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári eftir mánaða vangaveltur. Verði af því, þykir stjórnmálaskýrendum líklegt að hann komist strax í hóp þeirra sigurstranglegustu. Erlent 13.8.2011 06:00 Aldrei fleiri sjálfsmorð í bandaríska hernum Þrjátíu og tveir bandarískir hermenn tóku sitt eigið líf í júlímánuði á þessu ári, en aldrei hafa fleiri sjálfsmorð orðið í einum mánuði frá því herinn hóf var að birta sjálfsmorðstölur mánaðarlega árið 2009. Erlent 12.8.2011 23:30 Gallabuxnaauglýsing sem sýnir óeirðir tekin úr spilun í Bretlandi Sjónvarpsauglýsing gallabuxnaframleiðandans Levi's hefur verið tekin úr spilun í Bretlandi. Ástæðan er sú að í auglýsingunni má sjá myndbrot sem þykja minna um of á óeirðirnar í Bretlandi, sem hafa leitt til handtöku um eitt þúsund og sex hundruð ungmenna á örfáum dögum. Erlent 12.8.2011 21:15 531 tonn af hjálpargögnum send til Austur-Afríku UNICEF hefur sent 531 tonn af hjálpargögnum til neyðarsvæðanna í Austur-Afríku. Í Sómalíu er ástandið skelfilegt og er talið að 29 þúsund börn undir fimm ára aldri hafi látist af hungri og sjúkdómum. Erlent 12.8.2011 19:14 Telur að sterkeindahraðalinn í Sviss muni gagnast mannkyninu Þó að sterkeindahraðallinn í Sviss beri ekki bera ávöxt í nánustu framtíð mun hann svo sannarlega gera það á endanum, segir ítalskur eðlisfræðingur sem er staddur hér á landi. Óttinn við að hraðallinn geti myndað svarthol hefur alið af sér marga nýja vísindaáhugamenn. Erlent 12.8.2011 18:59 Flugfélög fljúga frítt með hjálpargögn til Afríku Á fyrstu tólf dögum ágústmánaðar hafa 26 birgðaflutningavélar flogið með 531 tonn af hjálpargögnum frá UNICEF til þurrkasvæðanna á austurodda Afríku. Megináhersla hefur verið lögð á að senda næringarbætt hnetumauk fyrir alvarlega vannærð börn ásamt næringarbættu maís- og sojamjöli sem gera má úr graut. Flutningur nær helmings þeirra birgða sem sendar hafa verið í ágúst hefur verið UNICEF að kostnaðarlausu. Flugfélögin Virgin Airlines, Cargolux og British Airways hafa öll gefið samtökunum birgðaflug. Meðal þeirra hjálpargagna sem hafa borist á svæðið á umræddu tímabili eru 170 tonn af næringarbættu hnetumauki, 172 tonn af maís- og sojamjölsblöndu, 21 tonn af orkuríkum kornstöngum og 37 tonn af mikilvægum lyfjum og saltupplausn til að koma í veg fyrir ofþornun. Einnig hafa verið send á vettvang tæki sem notuð eru til að að hreinsa vatn og gera það hæft til drykkju, tæplega 5 milljónir skammtar af bóluefni gegn mislingum, mænuveiki, stífkrampa, barnaveiki og kíghósta; auk segldúka, tjalda, vatnshreinsitaflna og fleira. UNICEF sendir hjálpargögn alla jafna með skipum. Ástandið er hins vegar svo alvarlegt að þörf er á hraðari flutningsmáta til að brúa bilið þangað til skipsfarmar taka að berast reglulega, þ.e. á næstu vikum. Áframhaldandi þörf Þessi hjálpargögn bætast við þau 1.300 tonn sem dreift var í suðurhluta Sómalíu í síðasta mánuði. Þá hefur miklu magni hjálpargagna einnig verið dreift í öðrum hlutum landsins sem og í Eþíópíu, Keníu og Djibútí. UNICEF áætlar að á næstu sex mánuðum, hið minnsta, þurfi samtökin að senda á vettvang 5.000 tonn af næringabættri fæðu fyrir vannærð börn í hverjum mánuði. Íslendingar hafa verið ötulir við að styrkja neyðaraðgerðir UNICEF í Austur-Afríku. Enn er hægt að leggja söfnuninni lið með því að hringja í söfnunarsímnúmerin 908-1000 (1.000 krónur), 908-3000 (3.000 krónur) og 908-5000 (5.000 krónur). Einnig er hægt að leggja inn á sérstakan söfnunarreikning: 515-26-102040 (kt. 481203-2950) Erlent 12.8.2011 14:53 « ‹ ›
Kýrin Yvonne vekur mikla athygli í Þýskalandi Þýska þjóðin fylgist nú spennt með tilraunum dýraverndunarsinna til að bjarga kú úr skóglendi Bæjaralands en þar hefur kýrin dvalið síðan hún flúði af bóndabýli sínu í vor. Erlent 15.8.2011 06:52
Chavez kominn til Venesúela Forseti Venesúela, Hugo Chavez, hefur snúið aftur til Venesúela eftir aðra umferð lyfjameðferðar sem hann fór í á Kúbu. Erlent 15.8.2011 06:30
Herskip skutu á fólk í borginni Latakia Sýrlensk herskip létu skotum rigna yfir hafnarborgina Latakia í gær og urðu í það minnsta nítján að bana. Árásinni var beint að andstæðingum sýrlenskra stjórnvalda sem staðið hafa fyrir mótmælum síðustu vikur. Erlent 15.8.2011 04:00
Fjórir létu lífið þegar svið á tónleikum féll saman Að minnsta kosti fjórir létu lífið og nokkrir tugir til viðbótar slösuðust þegar svið á útitónleikum féll saman og hrundi í Indiana í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Erlent 14.8.2011 22:15
Rakari missti allt sem hann átti í óeirðunum í London Lundúnarbúar eru byrjaðir að safna peningum til að styrkja tæplega níræðan rakara en stofan hans var lögð í rúst í óeirðunum um síðustu helgi. Tæplega átta hundruð óeirðarseggir hafa verið ákærðir. Erlent 14.8.2011 20:17
Fjölskylda varð fyrir hnífsstunguárás - sex látnir Sex eru látnir eftir fólskulega hnífsstunguárás á eyjunni Jersey í Ermasundi fyrr í dag. Svo virðist sem fjölskylda hafi orðið fyrir árásinni en á meðal þeirra látnu eru tvær konur, tveir menn og tvö ung börn. Erlent 14.8.2011 20:10
Tólf féllu þegar sprengja sprakk á hóteli Að minnsta kosti tólf féllu þegar sprengja sprakk á hóteli í borginni Dera Allah Yar í Pakistan í morgun, á þjóðhátíðardegi Pakistana. Fjöldi fólks var inni á hótelinu þegar sprengjan sprakk og auk þeirra sem féllu eru að minnsta kosti fjórtán særðir. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu. Borgin Der Allah Yar er í Balochistan-héraði sem er stærsta hérað Pakistans en það er jafnframt það fátækasta. Erlent 14.8.2011 17:00
Dregur sig úr kapphlaupinu Tim Pawlenty, fyrrverandi ríkisstjóri í Minnessota, sem þótti framan af einn sigurstranglegasti frambjóðandinn í forkosningum bandaríska repúblikanaflokksins, hefur dregið sig úr kapphlaupinu. Erlent 14.8.2011 16:43
Breivik skoðaði Útey í gallabuxum og bol - Myndband Lögreglan í Osló fór með fjöldamorðingjann Anders Breivik til Úteyjar í gær dag en hann hefur játað að hafa framið fjöldamorð á eyjunni og sprengt sprengju í miðborg Oslóar tuttugasta og annan júlí síðastliðinn. Erlent 14.8.2011 14:59
Segir að óeirðirnar muni setja varanlegan svip á breskt samfélag David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að óeirðarseggjum og skemmdarvörgum verði ekki sýnd nein miskunn, en alls hafa 1.276 verið handteknir. Cameron telur að óeirðirnar í Lundúnum muni setjan varanlegan svip á breskt samfélag. Erlent 14.8.2011 12:02
Rick Perry sækist eftir tilnefningu sem forsetaframbjóðandi Spenna er að færast í forkosningar bandaríska repúblikanaflokksins eftir að ríkisstjóri Texas lýsti yfir framboði sínu. Tveir sigurstranglegustu frambjóðendurnir eru strangkristnir íhaldsmenn. Erlent 14.8.2011 12:00
Skemmdarvörgum verður ekki sýnd nein miskunn David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að óeirðarseggjum og skemmdarvörgum verði ekki sýnd nein miskunn, en hann telur að óeirðirnar í Lundúnum muni setja mark sitt á sögu Bretlands. Erlent 14.8.2011 10:20
Pissaði á 12 ára stúlku í flugvél Átján ára piltur, Robert Vietze, hefur verið rekinn úr unglingalandsliði Bandaríkjanna í skíðaíþróttum fyrir að hafa kastað af sér vatni á 12 ára stúlku sem var með honum í flugvél fyrr í vikunni. Erlent 13.8.2011 22:00
Bandaríkjamanni rænt í Pakistan Sextíu og þriggja ára bandarískum karlmanni var rænt af átta vopnuðum mönnum í borginni Lahore í Pakistan í morgun. Ræningjarnir komu á nokkrum bílum að heimili mannsins og yfirbuguðu öryggisverði hans og námu hann síðan á brott. Erlent 13.8.2011 15:53
Óttast að sænskri konu hafi verið rænt - lýst eftir henni um allan heim Þrítug sænsk kona, Jenny Persson, hefur verið týnd frá 1. ágúst síðastliðnum. Óttast er að henni hafi verið rænt. Erlent 13.8.2011 14:00
Læknamóttaka fyrir þá sem dvelja ólöglega í Danmörku Læknafélagið, Rauði krossinn og Flóttamannahjálpin í Danmörku opna innan skamms læknamóttöku fyrir útlendinga sem dvelja ólöglega í landinu. Erlent 13.8.2011 13:00
Júlía enn í varðhaldi Júlía Tímosjenko, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, situr enn í varðhaldi eftir að dómstóll hafnaði beiðni hennar um að verða látin laus. Erlent 13.8.2011 11:00
Bandarísk ofurlögga ráðleggur Bretum Bresk yfirvöld hafa ráðið bandaríska ofurlöggu til að ráðleggja þeim í baráttunni við glæpagengi. Dómstólar hafa vart undan að afgreiða mál óeirðaseggja í landinu. Erlent 13.8.2011 11:00
531 tonn af hjálpargögnum til Afríku Það sem af er mánuði hefur UNICEF sent 531 tonn af hjálpargögnum til þurrkasvæðanna í Austur-Afríku. Um er að ræða matvæli eins og hnetumauk og orkustangir, en einnig lyf, bóluefni, vatnshreinsibúnað og tjöld svo eitthvað sé nefnt. Erlent 13.8.2011 10:24
Hörmulegar aðstæður í Sómalíu Kólerufaraldur blasir við á neyðarsvæðunum í Sómalíu þar sem óhreint vatn og ófullnægjandi hreinlætisaðstaða er gróðrarstía fyrir sjúkdóminn. Hundruð þúsunda barna glíma nú við næringarskort á svæðinu og eru viðkvæm fyrir áföllum. Erlent 13.8.2011 10:12
50 ár frá byggingu Berlínarmúrsins Í dag eru 50 ár liðinn frá því hafist var handa að byggja Berlínarmúrinn. Múrinn skipti Berlín í tvennt, splundraði fjölskyldum og varð ein af táknmyndum Kalda stríðsins, tvískiptingar austur og vesturs. Þjóðverjar líta til baka í dag. Erlent 13.8.2011 09:46
Sáu dóttur sína í sjónvarpinu og hringdu á lögreglu Ljóst er að brotamennirnir í Lundúnum voru af mörgu tagi. Að sögn breska dagblaðsins Guardian sáu foreldrar 18 ára stúlku hana í beinni sjónvarpsútsendingu í Enfield þar sem hún braut rúðu í verslun með grjótkasti og fagnaði ákaft. Foreldrarnir létu lögregluna vita og var stúlkan handtekin. Stúlkan hreppti nýlega þann heiður að vera ásamt hópi annarra unglinga gerð að sérstökum sendiherra ólympíuleikanna sem halda á í Lundúnum næsta sumar. Erlent 13.8.2011 09:43
Dauðadómur fyrir 11 morð Raðmorðingi sem myrti ellefu konur í borginni Cleveland var í gær dæmdur til dauða fyrir glæpi sína. Anthony Sowell var handtekinn árið 2009 grunaður um að hafa beitt konu kynferðisofbeldi. Eftir það fundust jarðneskar leifar kvennanna víðs vegar í húsi hans og grafnar í lóðinni. Þær hurfu á árunum 2007 til 2009 og höfðu verið kyrktar og svívirtar. Erlent 13.8.2011 09:41
Ónæmiskerfið öðruvísi en í öðrum dýrum Þorskur er með öðruvísi ónæmiskerfi en öll önnur dýr. Norskir vísindamenn hafa kortlagt erfðamengi þorsksins og er greint frá niðurstöðum rannsókna þeirra í vísindaritinu Nature. Erlent 13.8.2011 08:00
Rick Perry gæti skákað Romney Rick Perry fylkisstjóri í Texas er talinn líklegur til að gefa loks kost á sér í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári eftir mánaða vangaveltur. Verði af því, þykir stjórnmálaskýrendum líklegt að hann komist strax í hóp þeirra sigurstranglegustu. Erlent 13.8.2011 06:00
Aldrei fleiri sjálfsmorð í bandaríska hernum Þrjátíu og tveir bandarískir hermenn tóku sitt eigið líf í júlímánuði á þessu ári, en aldrei hafa fleiri sjálfsmorð orðið í einum mánuði frá því herinn hóf var að birta sjálfsmorðstölur mánaðarlega árið 2009. Erlent 12.8.2011 23:30
Gallabuxnaauglýsing sem sýnir óeirðir tekin úr spilun í Bretlandi Sjónvarpsauglýsing gallabuxnaframleiðandans Levi's hefur verið tekin úr spilun í Bretlandi. Ástæðan er sú að í auglýsingunni má sjá myndbrot sem þykja minna um of á óeirðirnar í Bretlandi, sem hafa leitt til handtöku um eitt þúsund og sex hundruð ungmenna á örfáum dögum. Erlent 12.8.2011 21:15
531 tonn af hjálpargögnum send til Austur-Afríku UNICEF hefur sent 531 tonn af hjálpargögnum til neyðarsvæðanna í Austur-Afríku. Í Sómalíu er ástandið skelfilegt og er talið að 29 þúsund börn undir fimm ára aldri hafi látist af hungri og sjúkdómum. Erlent 12.8.2011 19:14
Telur að sterkeindahraðalinn í Sviss muni gagnast mannkyninu Þó að sterkeindahraðallinn í Sviss beri ekki bera ávöxt í nánustu framtíð mun hann svo sannarlega gera það á endanum, segir ítalskur eðlisfræðingur sem er staddur hér á landi. Óttinn við að hraðallinn geti myndað svarthol hefur alið af sér marga nýja vísindaáhugamenn. Erlent 12.8.2011 18:59
Flugfélög fljúga frítt með hjálpargögn til Afríku Á fyrstu tólf dögum ágústmánaðar hafa 26 birgðaflutningavélar flogið með 531 tonn af hjálpargögnum frá UNICEF til þurrkasvæðanna á austurodda Afríku. Megináhersla hefur verið lögð á að senda næringarbætt hnetumauk fyrir alvarlega vannærð börn ásamt næringarbættu maís- og sojamjöli sem gera má úr graut. Flutningur nær helmings þeirra birgða sem sendar hafa verið í ágúst hefur verið UNICEF að kostnaðarlausu. Flugfélögin Virgin Airlines, Cargolux og British Airways hafa öll gefið samtökunum birgðaflug. Meðal þeirra hjálpargagna sem hafa borist á svæðið á umræddu tímabili eru 170 tonn af næringarbættu hnetumauki, 172 tonn af maís- og sojamjölsblöndu, 21 tonn af orkuríkum kornstöngum og 37 tonn af mikilvægum lyfjum og saltupplausn til að koma í veg fyrir ofþornun. Einnig hafa verið send á vettvang tæki sem notuð eru til að að hreinsa vatn og gera það hæft til drykkju, tæplega 5 milljónir skammtar af bóluefni gegn mislingum, mænuveiki, stífkrampa, barnaveiki og kíghósta; auk segldúka, tjalda, vatnshreinsitaflna og fleira. UNICEF sendir hjálpargögn alla jafna með skipum. Ástandið er hins vegar svo alvarlegt að þörf er á hraðari flutningsmáta til að brúa bilið þangað til skipsfarmar taka að berast reglulega, þ.e. á næstu vikum. Áframhaldandi þörf Þessi hjálpargögn bætast við þau 1.300 tonn sem dreift var í suðurhluta Sómalíu í síðasta mánuði. Þá hefur miklu magni hjálpargagna einnig verið dreift í öðrum hlutum landsins sem og í Eþíópíu, Keníu og Djibútí. UNICEF áætlar að á næstu sex mánuðum, hið minnsta, þurfi samtökin að senda á vettvang 5.000 tonn af næringabættri fæðu fyrir vannærð börn í hverjum mánuði. Íslendingar hafa verið ötulir við að styrkja neyðaraðgerðir UNICEF í Austur-Afríku. Enn er hægt að leggja söfnuninni lið með því að hringja í söfnunarsímnúmerin 908-1000 (1.000 krónur), 908-3000 (3.000 krónur) og 908-5000 (5.000 krónur). Einnig er hægt að leggja inn á sérstakan söfnunarreikning: 515-26-102040 (kt. 481203-2950) Erlent 12.8.2011 14:53