Erlent

Harður jarðskjálfti í Bólivíu - íbúar hafa flúið heimili sín

Frá höfuðborg landsins, La Paz en margir íbúar hennar hafa yfirgefið heimili sín.
Frá höfuðborg landsins, La Paz en margir íbúar hennar hafa yfirgefið heimili sín.
Harður jarðskjálfti reið yfir Bólivíu síðdegis í dag en skjálftinn mældist 6,2 stig á stærð. Upptök skjálftans voru um 185 kílómetra suðaustur af bænum Santa Ana og var á um 530 kílómetra dýpi.

Skjálftinn fannst í höfuðborg Bólivíu, La Paz, sem er um 350 kílómetrum frá upptökum hans. Engar fregnir hafa borist af manntjóni en margir íbúar á svæðinu hafa flúið heimili sín, þá sérstaklega þeir sem búa í blokk, af ótta við fleiri harða eftirskjálfta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×