Erlent

Tími dagsins hefur áhrif á alvarleika hjartaáfalla

Hjartaáföll sem eiga sér stað þegar vefjaskemmdir eru miklar eru 82% líklegri til að leið til langvarandi afleiðinga.
Hjartaáföll sem eiga sér stað þegar vefjaskemmdir eru miklar eru 82% líklegri til að leið til langvarandi afleiðinga. mynd/AFP
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar í Bandaríkjunum gefa til kynna að hjartaáföll sem eiga sér stað á milli 1 og 5 að nóttu til séu mun líklegri til að leiða til  dauða en áföll sem gerast á öðrum tímum sólarhringsins.

Vísindamennirnir birtu niðurstöður sínar í læknavísindablaðinu Circlulation Research.

Í niðurstöðunum kemur fram að vefjaskemmdir séu hvað mestar á klukkutímunum eftir miðnætti. Hjartaáföll sem eiga sér stað þegar vefjaskemmdir eru miklar eru 82% líklegri til að leið til langvarandi afleiðinga.

Vísindamennirnir benda þó á að tími dagsins hafi lítið að gera alvarleika hjartaáfalla - mun frekar sé það sólarhringstaktur líkamans sem leiði til þessarar niðurstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×