Erlent

Stundaði lýtalækningar án leyfis

Mynd tekin stuttu eftir handtöku Oneal Ron Morris.
Mynd tekin stuttu eftir handtöku Oneal Ron Morris. mynd/Miami Gardens Police Department
Lögreglan í Miami í Bandaríkjunum hefur handtekið þrítuga konu sem stundaði lýtalækningar án leyfis. Eitt af fórnarlömbum hennar er nú undir eftirliti lækna eftir að sementi og öðrum eitruðum efnum hafði verið sprautað í rasskinnar hennar.

Konuna dreymdi um að vinna á næturklúbbi. Hún taldi nauðsynlegt að vera með lögulegri líkama til að fá starfið og leitaði því að ódýrum lýtaaðgerðum.

Oneal Ron Morris bauðst til að framkvæma aðgerðirnar. Hún hafði fullvissað fórnarlambið um að sement, jarðolía og kítti væru allra bestu efni til að móta lögulegri afturenda. Aðgerðin var afar ódýr og fékk Morris 80.000 kr. greiddar frá konunni.

Konan var treg við að fara á spítala. Hún þjáðist af miklum kviðarsársauka eftir aðgerðina og fékk slæm sárindi á afturendann. Það var síðan móðir hennar sem kom henni á spítala. Um leið höfðu læknar samband við heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna.

Lögreglan handtók Morris stuttu eftir að konan hafði heimsótt spítalann.

Í tilkynningu frá lögreglunni í Miami kemur fram að Morris sé afar lágvaxin. Hún sé með gervilegan stút á vörunum og hvelftar augabrýr. Að auki er hún með stærðarinnar afturenda.

Ekki er vitað hvort að Morris hafi einnig forskalað sinn eigin afturenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×