Erlent

Litlar líkur á að Obama nái endurkjöri á næsta ári

Líkurnar á því að  Barack Obama Bandaríkjaforseti nái endurkjöri á næsta ári eru aðeins einn á móti sjö.

Þetta sýnir stærðfræðilíkan sem hagfræðingurinn Douglas Hibbs hefur samið og notað til að segja til um niðurstöður forsetakosninga í Bandaríkjunum frá árinu 1980.

Tvö lykilatriði liggja til grundvallar líkani Hibbs. Annarsvegar er það þróun á efnahag almennings frá síðustu kosningum og hinsvegar fjöldi látinna hermanna í átökum utan Bandaríkjanna.

Hibbs segir að þessi tvö atriði hafi verið afgerandi í öllum forsetakosningum í landinu frá lokum seinni heimsstryjaldarinnar. Til að Obama eigi möguleika á sigri þarf hagvöxtur í Bandaríkjunum að vaxa úr 2% og í 4% fyrir kosningarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×