Erlent

Vatnsskerfi Illinois hamlað af tölvuþrjótum

Sérfræðingar hafa rakið árásina til Rússlands.
Sérfræðingar hafa rakið árásina til Rússlands. mynd/The Water Project
Rússneskir tölvuþrjótar brutust inn í stjórnkerfi vatnsdælu sem sér þúsundum heimila í Illinois í Bandaríkjunum fyrir vatni. Sérfræðingur í kerfisstjórnun borgarinnviða segir álíka árás aldrei áður hafa átt sér stað.

Tölvuþrjótarnir fengu aðgang að vatnskerfi borgarinnar Springfield og eyðilögðu vatnsdælu borgarinnar. Talið er að hakkararnir hafi gert þetta með því að slökkva á dælunni og kveikja aftur á henni um hæl.

Sérfræðingar hafa rakið árásina til Rússlands. Samt sem áður hefur óþekktur einstaklingur í Bandaríkjunum lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Joe Weiss, sem er ráðgjafi opinberra þjónustufyrirtækja, segir árásina vera alvarlega enda hafi einstaklingar erlendis frá staðið að baki árásinni.

Weiss sagði tölvuþrjótana hafa notast við stolin auðkenni til að brjótast inn í kerfi vatnsdælunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×