Erlent

Verkföll boðuð í Grikklandi og á Ítalíu

Stærsta verkalýðsfélag Grikklands hefur boðað til sólarhrings verkfalls í landinu þann 1. desember næstkomandi, viku áður en gríska þingið afgreiðir fjárlög sín fyrir næsta ár.

Í þeim fjárlögum er búist við gífurlegum niðurskurði og sparnaði í rekstri hins opinbera í Grikklandi. Verkalýðsfélag opinberra starfsmanna hefur einnig boðað til verkfallsaðgerða fyrir afgreiðslu fjárlaganna. Samanlagt eru rúmlega 3 milljónir manna í þessum tveimur verkalýðsfélögum.

Þá hafa starfsmenn Fiat verksmiðjanna á Ítalíu boðað til verkfalls í næstu viku til að mótmæla niðurskurði og sparnaði hjá hinu opinbera þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×