Erlent

Ekkert lát á mótmælunum í Kaíró

Ekkert lát er á mótmælunum á Friðartorginu í Kaíró og eru þúsundir manna staddar þar þriðja daginn í röð.

Ríkisstjórn landsins hefur sagt af sér en herforingjaráðið, sem fer með öll völd í landinu, hafnaði afsöginni að minnsta kosti þar til ný stjórn hefði verið mynduð.

Í nýrri skýrslu Amnesty International kemur fram að þúsundir almennra borgara hefðu verið dregnir fyrir herdómstóla í ár. Margir þeirra voru líflátnir eða bíða dauðadóms. Herforingjaráðið lofaði auknum mannréttindum en efndirnar á því loforði séu engar.

Á síðustu þremur dögum hafa yfir 20 manns fallið og 1.800 særst í átökum mótmælenda við lögreglu og öryggissveitir á Frelsistorginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×