Erlent

Kína gagnrýnir refsiaðgerðir vesturlanda

Kjarnorkuáætlun Írans var gagnrýnd af Alþjóðakjarnorkumálastofnun.
Kjarnorkuáætlun Írans var gagnrýnd af Alþjóðakjarnorkumálastofnun. mynd/AFP
Utanríkisráðuneyti Kína fordæmir einhliða refsiaðgerðir vesturlanda gegn Íran. Bandaríkin, Bretland og Kanada hafa nú þegar tilkynnt um aðgerðir gegn Íran - er þetta gert í kjölfarið á skýrslu Alþjóðakjarnorkumálastofnunnar en þar er kjarnorkuáætlun Írans gagnrýnd.

Refsiaðgerðir landanna taka til banka- og fjármálakerfis Írans, sem og orkugeira landsins.

Að öllum líkindum mun Frakkland frysta eignir Írans ásamt því að hætta öllum olíukaupaum af landinu.

Liu Weimin, talsmaður utanríkisráðuneytis Írans, sagði Kína ávallt vera á móti refsiaðgerðum gegn Íran. Hann sagði samningaviðræður Írans og vesturlanda vera einu leiðina til að leysa vandamálin.

Weimin sagði auknar refsiaðgerðir stuðla að óstöðuleika á svæðinu.

Yfirvöld í Íran gefa lítið fyrir refsiaðgerðir vesturlanda og segja allar tilraunir til að einangra efnahag landsins einungis orsaka aukið traust Írana á kjarnorkuáætlun landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×