Erlent

Ný stjórn tilkynnt í Líbíu í dag

Tilkynnt verður í dag hverjir muni skipa nýja bráðabirgðastjórn Líbíu en henni er ætlað að leggja fram drög að nýrri stjórnarskrá og efna síðan til þingkosninga.

Í frétt um málið á BBC er haft eftir al-Keib forsætisráðherra hinnar nýju stjórnar að öll héruð í landinu muni eiga fulltrúa í stjórninni. Reiknað er með að sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum verði utanríkisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar og herstjóri bæjarins Zintan verði varnarmálaráðherra landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×