Erlent

Kosið í Egyptalandi í næstu viku

Mikil mótmæli hafa verið í Egyptalandi síðustu daga.
Mikil mótmæli hafa verið í Egyptalandi síðustu daga. mynd/AFP
Herstjórnin í Egyptalandi hefur ákveðið að skipa nýja stjórn sem eigi að sinna markmiðum byltingarinnar.

Ákvörðunin fylgir í kjölfarið á miklum mótmælum á Tahrir torgi í Kaíró.

Pólitískir hópar og fulltrúar herstjórnarinnar funduðu í dag og ákváðu að þingkosningar yrðu haldnar í næstu viku eins og ráð hafði verið fyrir gert og að auki verða forsetakosningar haldnar í júní á næsta ári en það er ein af aðalkröfum mótmælenda.

Nýja stjórnin mun því flýta forsetakosningum um eitt ár.

Selim al-Awwa, sem tók þátt í samræðum pólitíkusa og herstjórnarinnar, sagði að nýja stjórnin myndi framfylgja því sem byltingin hafði kallað eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×