Erlent

Sameinuð Líbía mun falla segir sonur Gaddafi

Saif Gaddafi, sonur og fyrrverandi erfingi Muammars Gaddafi.
Saif Gaddafi, sonur og fyrrverandi erfingi Muammars Gaddafi. mynd/AFP
Saif Gaddafi, sonur fyrrverandi einræðisherra Líbíu, telur að átök muni brátt hefjast milli sameinaðra svæða landins.

Á myndbandi sem tekið var stuttu eftir að byltingarhermenn handtóku Saif sagði erfinginn að átök héraðanna væru óumflýjanleg.

Saif er nú í haldi byltingarhermanna og var fluttur til bæjarins Zintan þar sem hann verður geymdur þangað til réttað verður yfir honum.

Saif er eftirlýstur af Alþjóðaglæpadómstólnum fyrir glæpi gegn mannkyninu. En Þjóðarráðið krefst þess að réttað verði yfir Saif í Líbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×