Erlent

Skotárás í úthverfi Orlando

Penney átti í erjum við nágranna sinn og hóf því skotárás.
Penney átti í erjum við nágranna sinn og hóf því skotárás. mynd/Orlando Sentinel
Átján ára gamall piltur er sakaður um morðtilræði eftir að hann hóf skothríð í úthverfi í Flórída í Bandaríkjunum.

Talið er að David Alyn Penney hafi viljað hefna sín á nágranna sínum sem hafði skemmt bíl hans. Penney var vopnaður tveimur AK-47 hríðskotarifflum og skaut á nærliggjandi hús og bíla.

Lögreglumaður sem mætti á svæðið þurfti að leita skjóls eftir að Penney skaut á lögreglubílinn. Lögreglumaðurinn slasaðist mikil á andliti eftir að hafa orðið fyrir glerbrotum. Hann náði að skjóta að Penney.

Að lokum ætlaði Penney að svipta sig lífi og staðsetti riffilinn undir höku sinni og tók í gikkinn. En Penney lifði sjálfsmorðtilraunina af og er nú undir höndum lækna í Orlando.

Árásin átti sér stað að nóttu til og voru flestir íbúar götunnar sofandi. Enginn lét lífið í skotárásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×