Erlent

Ofurnefndin á Bandaríkjaþingi skilaði auðu

Hins svokallaða ofurnefnd á Bandaríkjaþingi náði engu samkomulagi um ríkisfjármál landsins eins og við var búist.

Nefndin hefur starfað undanfarna þrjá mánuði til að finna leiðir til að minnka gífurlegan fjárlagahalla landsins en opinberar skuldir Bandaríkjanna eru komnar yfir 15.000 milljarða dollara.

Í fréttum í bandarískum fjölmiðlum segir að þar sem ekkert samkomulag náðist mun sjálfvirkur flatur niðurskurður upp á 1.200 milljarða dollara taka gildi árið 2013.

Eins og áður voru Repúblikanar í nefndinni ekki til umræðu um skattahækkanir á auðugt fólk. Demókratar voru aftur á móti ekki til umræðu um frekari niðurskurð á velferðarkerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×