Erlent

Springsteen spilar í Evrópu á næsta ári

Síðasta tónleikaferðalag Sprinsteens, Working on a Dream, endaði árið 2009.
Síðasta tónleikaferðalag Sprinsteens, Working on a Dream, endaði árið 2009. mynd/AFP
Stórsöngvarinn og alþýðuhetjan Bruce Springsteen tilkynnti á vefsíðu sinni að hann myndi hefja tónleikaferðalag um Bandaríkin og Evrópu á næsta ári.

Í tilkynningunni sagði Springsteen að hann og hljómsveit sín, The E Street Band, væru gríðarlega spenntir fyrir tónleikaröðinni.

Springsteen hefur ekki farið á tónleikaferðalag síðan saxafónleikari hljómsveitarinnar, Clarence Clemons, lést í júní á þessu ári.

Að auki tilkynnti Springsteen að ný plata frá væri væntanleg frá honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×