Erlent

Strandvegur í San Pedro féll í Kyrrahafið

Loftmynd af umferðaræðinni sem féll í hafið.
Loftmynd af umferðaræðinni sem féll í hafið. mynd/AP
Mynd tekin stuttu eftir storminn.
Stór hluti strandvegar í San Pedro í Bandaríkjunum hrundi í Kyrrahafið síðastliðinn sunnudag. Risavaxin hola er nú þar sem vegurinn var.

Umferðaræðin hefur verið lokuð síðan verkfræðingar tóku eftir að vegurinn hafði sokkið og færst til. Einnig var íbúum San Pedro bent á að forðast svæðið.

Enginn slasaðist þegar vegurinn hrundi í hafið og enginn hús voru á svæðinu en íbúar í við strandlengjuna eru þó uggandi og óttast að hús þeirra gæti fallið í sjóinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×