Erlent

Aukin notkun jarðsprengja þrátt fyrir bann

Fleiri lönd notuðu jarðsprengjur í hernaðarátökum í ár en nokkurn tíman frá árinu 2004 þrátt fyrir að alþjóðlegt bann sé við notkun þessara sprengja.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samtaka sem berjast gegn notkun jarðsprengja. Fjögur lönd, sem ekki eiga aðild að hinu alþjóðlega banni juku notkun sína á jarðsprengjum. Þetta eru Sýrland, Líbía, Burma og Ísrael. Í löndum á borð við Afganistan, Kólombíu og Pakistan varð einnig aukning á notkun jarðsprengja.

Alþjóðlegt bann á notkun jarðsprengja var sett á árið 1998 og eiga um 80% þjóða í heiminum aðild að því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×