Erlent

Fiktaði við áfengi og tóbak

Mitt Romney, fyrrverandi fylkisstjóri Massachusettsfylkis.
Mitt Romney, fyrrverandi fylkisstjóri Massachusettsfylkis. mynd/AFP
Mitt Romney opinberaði syndasamlegt líferni sitt sem unglingur - hann bragðaði eitt sinn á bjór og reykti sígarettu.

Romney greindi frá þessu í viðtali við blaðið People magazine. Talið er að Romney, sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninganna í Bandaríkjunum á næsta ári, vonist til að skerpa ímynd sína með því að viðurkenna villtu hlið sína.

Romney er fyrrverandi fylkisstjóri Massachusettsfylkis. Hann er mormóni og samkvæmt kirkju sinni eru reykingar og áfengisneysla bönnuð. Hann sagðist hafa gert tilraunir með tóbak og áfengi sem unglingur á villigötum.

Í aðdraganda forsetakosninganna árið 2008 sagði Barack Obama, Bandaríkjaforseti, að hann hefði prufað kannabis og kókaín á námsárum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×