Erlent

Suður-Kórea berst gegn tölvuleikjafíkn

Tölvuleikurinn Starcraft er gríðarlega vinsæll í Suður-Kóreu.
Tölvuleikurinn Starcraft er gríðarlega vinsæll í Suður-Kóreu. mynd/WIKIPEDIA
Yfirvöld í Suður-Kóreu munu loka fyrir aðgang að vinsælum tölvuleikjavefsíðum. Er þetta gert til að sporna við tölvuleikjafíkn ungs fólks í landinu.

Bannið tekur einungis til þeirra sem eru 16 ára eða yngri og mun löggjöfina gera yfirvöldum kleift að loka á vissar vefsíður eftir miðnætti.

Talið er að 8% á milli 9 til 39 ára þjáist af tölvuleikjafíkn í Suður-Kóreu. Samt sem áður hefur yfirvöldum tekist að berjast gegn fíkninni því á síðasta ári var prósentan mun hærri, eða um 14%.

Tölvuleikir eru gríðarlega vinsælir í Suður-Kóreu og er netsamfélag þeirra sem spila tölvuleiki á internetinu afar virkt.

Síðustu ár hafa yfirvöld í landinu verið iðin við að halda námskeið fyrir þá sem þjást af tölvuleikjafíkn ásamt því að standa fyrir fræðslu almennings á vandamálinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×