Erlent

Þjófar hringdu óvart í neyðarlínuna

Tveir karlmenn á þrítugsaldri frá Wisconsin í Bandaríkjunum, stálu fjölda mynddiska og tölvuleikjum í verslun á dögunum og komust síðan í burtu. Líklega hefðu þeir aldrei fundist ef annar þjófanna hefði ekki hringt óvart í neyðarlínuna þegar hann var með farsímann í vasanum.

Erlent

Cesária Évora látin

Söngkonan Cesária Évora frá Grænhöfðaeyjum lést í dag sjötug að aldri. Tveggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í heimalandi hennar.

Erlent

Þúsundir þorpsbúa taka þátt í óeirðum

Mikil ólga hefur verið undanfarna mánuði í Wukan, tuttugu þúsund manna bæ í sunnanverðu Kína. Upp úr sauð nú í vikunni eftir að Xue Jinbo, slátrari sem hafði talað máli bæjarbúa gagnvart stjórnvöldum, lést í fangelsi um síðustu helgi.

Erlent

Þýðir ekkert að dansa og hoppa

Ölvunaráhrif hverfa ekki hraðar þó fólk hreyfi sig. Þetta kemur fram á vef Berlingske. Könnun sýnir að fjórðungur Dana undir þrítugu eru haldnir þessum ranghugmyndum.

Erlent

Minnsta kona veraldar

Hin smávaxna Jyoti Amge fagnaði 18 ára afmælisdegi sínum í dag. Dagurinn hefur þó sérstaka þýðingu fyrir Jyoti því hún var formlega nefnd minnsta kona veraldar.

Erlent

11 ára börn horfa reglulega á klám

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar gefa til að kynna að börn fræðast í æ meira mæli um kynlíf með því að horfa á klám. Félagsráðgjafar í Bretlandi segja mikinn skort vera á kynfræðslu í landinu.

Erlent

Óvæntustu ljósmyndir ársins að mati Time

Fréttatímaritið Time hefur valið 40 óvæntustu ljósmyndir ársins. Ljósmyndirnar taka til ýmissa atburða ársins sem er að líða. Þar á meðal er skotárásin í Útey, fall Muammars Gaddafi og tvíhöfða köttur.

Erlent

Fengu munúðarfulla kossa frá foreldrum sínum

Heldur vandræðalegt atvik átti sér stað á árlegri samkomu í Rosemount gagnfræðaskólanum í Bandaríkjunum fyrr í vikunni. Bundið var fyrir augu fyrirliða vetraríþróttaliðs skólans og þeir beðnir um að setja stút á varirnar. Hópurinn fékk síðan munúðarrfulla kossa frá foreldrum sínum.

Erlent

Phobos-Grunt mun hrapa til jarðar

Nú styttist í að rannsóknarflaugin Phobos-Grunt hrapi til jarðar en flaugin hefur verið föst á sporbraut um jörðu frá því að rússneskir vísindamenn misstu samband við hana í nóvember á þessu ári. Upphaflega átti rannsóknarflaugin að lenda á einu af tunglum Mars og safna jarðsýnum.

Erlent

Fundu geislavirk efni á leið til Íran

Tollgæslan í Rússlandi tilkynnti í dag að geislavirk efni hefðu fundist í farangri karlmanns á leið til Íran. Atvikið átti sér stað á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu.

Erlent

Barnamisnotkun í stofnunum kaþólsku kirkjunnar í Hollandi

Talið er að tugir þúsunda barna hafi verið misnotuð á stofnunum kaþólsku kirkjunnar í Hollandi frá árinu 1945. Þetta kemur fram í niðurstöðum nefndar sem rannsakað hefur ásakanir um illa meðferð á börnum í opinberum stofnunum í Hollandi.

Erlent

Hjónabönd samkynhneigðra eru heilsubætandi

Samkynhneigðir karlmenn finna fyrir minna álagi nú þegar hjónabönd þeirra hafa verið leyfð í nokkrum fylkjum í Bandaríkjunum. Samkvæmt niðurstöðum bandarískra vísindamenn hefur heimsóknum samkynhneigðra á heilsugæslustöðvar fækkað um 13% eftir að hjónaböndin voru leyfð.

Erlent

Rússland gengur inn í WTO

Rússland verður fullgildur meðlimur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í dag. Samningaviðræður um aðild stórveldisins hafa staðið yfir í 18 ár.

Erlent

Manning mætir fyrir rétt

Bradley Manning, hermaðurinn sem grunaður er um að hafa afhent WikiLeaks uppljóstrunarvefnum hundruð þúsunda af gögnum frá hernum og sendiráðsskjölum, mun mæta fyrir rétt í fyrsta sinn í dag.

Erlent

Sjálfstæði Palestínu viðurkennt á Íslandi

„Þetta er mjög mikilvægt því þetta auðveldar öðrum ríkjum að fylgja í kjölfarið,“ sagði Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, þegar hann tók við viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Palestínuríkis í gær.

Erlent