Erlent

Fimm danskir vínsalar handteknir vegna vörusvika

Danska lögreglan hefur handtekið fimm vínsala á Sjálandi fyrir vörusvik en þeir seldu lélegt borðvín sem Brunello di Montelcino rauðvín árgang 2001 með því að hella hroðanum á Brunello flöskur.

Þessar flöskur voru síðan seldar dýrum dómum til veitingahúsa, annarra vínsala og stórmarkaða. Unnið hefur verið að rannsókn þessa máls í tvö ár og naut danska lögreglan aðstoðar ítölsku lögreglunnar og matvælaeftirlits landsins.

Talið er að vínsalarnir hafi selt alls 30.000 flöskur af hinu falska Brunello víni þannig að vörusvikin hlaupa á fleiri milljónum danskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×