Erlent

Endasleppt upphaf yfirheyrslna

Verður áfram í stofufangelsi í Bretlandi fram á næsta ár.
nordicphotos/AFP
Verður áfram í stofufangelsi í Bretlandi fram á næsta ár. nordicphotos/AFP
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið leyfi til að áfrýja til hæstaréttar úrskurði um framsal hans til Svíþjóðar.

Hæstiréttur Bretlands ætlar að hlýða á málflutning Assange í byrjun febrúar, en þangað til þarf Assange að vera áfram í stofufangelsi heima hjá vini sínum.

Lögreglan í Svíþjóð vill yfirheyra Assange í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot gegn tveimur konum. Í Bandaríkjunum hófust síðan í gær yfirheyrslur yfir Bradley Manning, bandaríska hermanninum sem sakaður er um að hafa lekið til Wikileaks fjölmörgum skjölum frá Bandaríkjaher, sem áttu að vera leynileg en voru birt á vef Wikileaks.

Í þeim yfirheyrslum er meiningin að taka afstöðu til þess hvort mál Mannings verður tekið fyrir hjá herdómstól. Fyrsta verk lögmanns Mannings var hins vegar að fara fram á að Paul Almanza, herforinginn sem átti að stjórna yfirheyrslunum, víki frá í þessu máli. Yfirheyrslunum yfir Manning var því frestað eftir aðeins hálftíma.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×