Erlent

Mikil átök í Kaíró - átta látnir í mótmælunum

Að minnsta kosti átta liggja í valnum og þrjúhundruð eru særðir eftir átök á milli hermanna og mótmælanda í Kaíró, höfuðborg Egyptalands.

Miðborginni hefur verið líkt við vígvöll en átökin, sem hófust í gær, brutust út þegar særður mótmælandi sagðist hafa verið handtekinn og misþyrmt af hermönnum.

Mótmælendur hafa hent bensínsprengjum og grýtt hermenn með steinum sem verjast á móti með kylfum. Átökin eru sögð hin mestu í landinu frá því að Hosni Mubarak var steypt af stóli í febrúar á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×