Erlent

Rússar breyta afstöðu sinni gagnvart Sýrlandi

Rússar hafa komið vestrænum þjóðum á óvart í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna með því að leggja þar fram ályktun sem miðar að því að binda enda á átökin sem geisað hafa í Sýrlandi.

Hingað til hafa bæði Rússar og Kínverjar komið í veg fyrir allar slíkar ályktanir í Öryggisráðinu. Í frétt um málið á BBC segir að vestrænir fulltrúar í ráðinu telji að ályktunin gangi ekki nægilega langt en hún geti orðið grundvöllur til frekari samninga við Rússa um orðalag hennar.

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að vonandi verði hægt að vinna með Rússum að málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×