Erlent

Fundu geislavirk efni á leið til Íran

Alþjóðlegi flugvöllurinn Sheremetyevo í Moskvu.
Alþjóðlegi flugvöllurinn Sheremetyevo í Moskvu. mynd/AP
Tollgæslan í Rússlandi tilkynnti í dag að geislavirk efni hefðu fundist í farangri karlmanns á leið til Íran. Atvikið átti sér stað á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu.

Í tilkynningunni kemur fram að efnið sé geislavirkur ísótópi sem aðeins væri hægt að framleiða í kjarnakljúfum. Alls fundust 18 geislavirkar járnstangir í farangri mannsins.

Talið er að efnið sé sódíum-22 en það er oft notað í læknisfræðilegum tilgangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×