Erlent

Þýðir ekkert að dansa og hoppa

Misskilnings gætir meðal ungra Dana um að hreyfing flýti fyrir að ölvunaráhrif fari úr líkamanum.
Misskilnings gætir meðal ungra Dana um að hreyfing flýti fyrir að ölvunaráhrif fari úr líkamanum.
Ölvunaráhrif hverfa ekki hraðar þó fólk hreyfi sig. Þetta kemur fram á vef Berlingske. Könnun sýnir að fjórðungur Dana undir þrítugu eru haldnir þessum ranghugmyndum.

Óttast er að það sé einn orsakavaldur þess að ungt fólk veldur oftar bílslysum undir áhrifum áfengis, en þau sem eldri eru.

„Það þýðir ekkert að hlaupa, dansa eða þess háttar,“ segir Michelle Laviolette verkefnastýra hjá umferðarráði. „Ef maður er fullur á annað borð er aðeins eitt til ráða, að bíða á meðan lifrin vinnur úr áfenginu.“- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×