Erlent

Rússland gengur inn í WTO

Pascal Lamy, framkvæmdarstjóri WTO, ásamt samningamanni Rússlands, Maxim Medvedkov.
Pascal Lamy, framkvæmdarstjóri WTO, ásamt samningamanni Rússlands, Maxim Medvedkov. mynd/AFP
Rússland verður fullgildur meðlimur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í dag. Samningaviðræður um aðild stórveldisins hafa staðið yfir í 18 ár.

Georgía hefur reynt að koma í veg fyrir aðild Rússlands síðan átök milli landanna brutust út árið 2008. Yfirvöld í Sviss höfðu milligöngu um aðild Rússlands og nú virðist loks hafa þokast til í samningaviðræðunum.

Stefán Haukur Jóhannesson var formaður vinnuhóps vegna aðildar Rússlands að WTO en hann er aðalsamingamaður Íslands í fyrirhuguðum aðildaviðræðum við Evrópusambandið.

Rússlands er stærsta efnahagsveldi sem gengið hefur til liðs við stofnunina til þessa.

Alþjóðaviðskiptastofnun hefur umsjón með viðskiptasamningum milli ríkja og ákvarðar hvenær reglur hafa verið brotnar og efnahagslegum refsiaðgerðum er komið á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×