Erlent

Barnamisnotkun í stofnunum kaþólsku kirkjunnar í Hollandi

Niðurstöður nefndarinnar benda til að eitt af hverjum fimm börnum hafi verið misnotað af starfsmönnum kirkjunnar.
Niðurstöður nefndarinnar benda til að eitt af hverjum fimm börnum hafi verið misnotað af starfsmönnum kirkjunnar. mynd/AFP
Talið er að tugir þúsunda barna hafi verið misnotuð á stofnunum kaþólsku kirkjunnar í Hollandi frá árinu 1945. Þetta kemur fram í niðurstöðum nefndar sem rannsakað hefur ásakanir um illa meðferð á börnum í opinberum stofnunum í Hollandi.

Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að starfsmenn kirkjunnar hafi ekki tekist á við víðtæka misnotkun í skólum og munaðarleysingjahælum í Hollandi.

Rúmlega 34.000 einstaklingar tóku þátt í könnun nefndarinnar. Niðurstöður könnunarinnar benda til að eitt af hverjum fimm börnum hafi verið misnotað af starfsmönnum kirkjunnar.

Nefndin hóf störf í ágúst á síðasta ári og hefur rannsakað tæplega 2.000 skráð tilfelli misnotkunnar. Af þeim 800 fyrrum starfsmönnum kaþólsku kirkjunnar sem grunaðir eru um misnotkun eru aðeins 100 enn á lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×