Erlent

Phobos-Grunt mun hrapa til jarðar

Phobos-Grunt rannsóknarflaugin.
Phobos-Grunt rannsóknarflaugin. mynd/NASA
Nú styttist í að rannsóknarflaugin Phobos-Grunt hrapi til jarðar en flaugin hefur verið föst á sporbraut um jörðu frá því að rússneskir vísindamenn misstu samband við hana í nóvember á þessu ári. Upphaflega átti rannsóknarflaugin að lenda á einu af tunglum Mars og safna jarðsýnum.

Phobos-Grunt er þyngsta rannsóknarflaug sem nokkurn tíma hefur verið skotið á loft. Vísindamenn hjá NASA og rússnesku geimvísindastofnunni hafa því talsverðar áhyggjur.

Talið er að Phobos-Grunt muni falla í gegnum lofthjúp jarðar snemma á næsta ári en ómögulegt er að segja til um hvar flaugin muni lenda.

Ýmis eiturefni eru að finna í flauginni. Eldsneyti hennar er baneitrað en talsmaður segir litla hættu stafa af því - það muni að öllum líkindum brenna upp út andrúmsloftinu. Að auki eru geislavirk efni í farmi flaugarinnar.

Stór hluti Phobos-Grunt mun brenna upp í andrúmsloftinu en þyngri einingar hennar muni þó skella á yfirborði jarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×