Erlent

Kínversk stjórnvöld missa stjórn á heilu bæjarfélagi

Kínversk stjórnvöld hafa misst stjórnina á bænum Wukan í strandhéraðinu Hubei. Allir 20 þúsund íbúar bæjarins hafa gert uppreisn gegn stjórnvöldum og efnt til fjölmennra mótmæla í bænum.

Þetta hefur leitt til þess að bæjarstjórnin er flúin frá Wukan en lögreglan hefur lokað öllum vegum til bæjarins sem og umferðinni um höfnina í honum og ætlar sér að reyna að svelta bæjarbúa til uppgjafar. 

Í frétt um málið í Guardian segir að uppreisnin stafi af því að kínversk stjórnvöld hafa tekið æ stærri hluta af landi bæjarbúa eignarnámi án þess að greiða bætur fyrir það. Verðmæti landsins sem tekið hefur verið eignarnámi nemur yfir 18 milljörðum króna.

Íbúar Wukan lifa á fiskveiðum og framan af höfðu þeir ekki miklar áhyggjur af eignarnáminu. Nú hafa þeir fengið nóg enda vart fermetri eftir af landinu í eigu bæjarbúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×