Erlent

Mikið manntjón vegna óveðurs á Filippseyjum

Frá björgunaraðgerðum í nótt.
Frá björgunaraðgerðum í nótt.
Að minnsta kosti 180 eru látnir og hundruð manns eru týndir eftir að fellibylurinn Washi skall á Filippseyjar í nótt.

Flóð hafa orðið til þess að um tíu þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín á eyjunni Mindanao en borgirnar Cagayan de Oro og Iligan hafa orðið verst úti í óveðrinu.

Nærri hundrað lík hafa fundist, flest þeirra af börnum. Um tuttugu felibylir herja á Filippseyjar á ári hverju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×