Erlent

200 flóttamenn drukknuðu þegar ferja sökk

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Óttast er að yfir tvöhundruð hafi farist þegar bátur með ólöglegum innflytjendum sökk um fjörutíu sjómílu austur af eyjunni Jövu í Indónesíu í gærkvöldi.

Tvöhundruð og fimmtíu voru um borð þegar slysið átti sér stað, um þrjátíu hefur verið bjargað, en báturinn er sagður hafa rúmað einungis hundrað farþega.

Ferðinni var heitið til Ástralíu en flestir farþeganna voru frá Afganistan og Íran.

Um þrjúhundruð björgunarmenn kemba nú slysstaðinn í þeirri von um að finna einhvern á lífi, en lítil bjartsýni ríkir þar sem veðurskilyrði eru mjög slæm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×