Erlent

Manchester United ógnaði lífi konu

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. mynd/AFP
Tæplega sextug kona í Bretlandi leitaði til læknis eftir að fótboltaáhorf hennar var farið að ógna lífi hennar.

Konan, sem er dyggur stuðningsmaður Manchester United, segist lengi hafa fundið fyrir hjartsláttartruflunum þegar hún fylgist með liði sínu spila. Hún fær einnig felmtursköst og skelfilega hausverki.

Hún leitaði læknisaðstoðar vegna einkennanna og í ljós kom að hún þjáðist af sjaldgæfri röskun sem gerir líkama hennar ókleift að framleiða streitu-hormón.

Læknir konunnar segir að hún hefði auðveldlega getað látið lífið af völdum röskunarinnar.

Með réttum lyfjum mun konan þó geta horft á leiki Manchester United án þess að óttast um líf sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×