Erlent

Edinborgarbúar hafa mikinn áhuga á tveimur risapöndum

Gífurlegur áhugi er meðal borgarbúa í Edinborg í Skotlandi á að skoða tvær risapöndur sem nýlega voru fluttar frá Kína til dýragarðs borgarinnar.

Pöndurnar sem heita Tian Tian og Yang Guang komu í dýragarðinn fyrir tíu dögum síðan en voru þá látnar jafna sig eftir ferðalagið.

Edinborgarbúar geta skoðað pöndurnar í fyrsta sinn í dag. Forráðamenn dýragarðsins reikna með margfaldri aðsókn í garðinn miðað við venjulegan föstudag. Fyrirframpantanir eftir miðum eru 200% fleiri en venjulega og allir sem pantað hafa miða vilja skoða pöndurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×