Erlent

Hjónabönd samkynhneigðra eru heilsubætandi

mynd/AFP
Samkynhneigðir karlmenn finna fyrir minna álagi nú þegar hjónabönd þeirra hafa verið leyfð í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna. Samkvæmt niðurstöðum bandarískra vísindamenn hefur heimsóknum samkynhneigðra á heilsugæslustöðvar fækkað um 13% eftir að hjónaböndin voru leyfð.

Rannsóknin tók til samkynhneigðra karlmanna í Massachusetts í Bandaríkjunum. Niðurstöður hennar benda til að skýr tengsl séu á milli hamingjusemi og bætts heilsufars.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að samkynhneigðir karlmenn eru mun líklegri til þjást af háum blóðþrýstingi og þunglyndi. Ástæðan fyrir þessu er rakin til þess álags sem myndast við félagslega útskúfun.

Nú þegar samkynhneigðir karlmenn fá loks að ganga í hjónaband er álaginu létt og heilsufarið batnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×