Erlent Systkinum verði ekki bannað að sofa saman Einingarlistinn í Danmörku vill afnema bann við kynlífi milli systkina. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Danmörku og hafa nær allir stærstu fjölmiðlar fjallað um það. Samkvæmt löggjöfinni núna er kynlíf systkina ólöglegt og getur varðað tveggja ára fangelsi. Erlent 6.11.2012 09:39 Putin rak varnarmálaráðherrann vegna spillingarmála Vladimir Putin, forseti Rússlands, rak varnarmálaráðherrann sinn í morgun eftir að ráðuneyti hans flæktist inn í svikama´l. Sergei Shoigu, fyrrverandi orkumálaráðherra, tekur við varnarmálaráðuneytinu. Verið er að rannsaka hvort ráðuneytið hafi selt eignir sínar undir markaðsverði til valinkunnra einstaklinga. Putin segist hafa rekið ráðherrann til þess að hægt sé að láta fara fram hlutlausa rannsókn á málinu. Erlent 6.11.2012 08:59 Búist við hörðum mótmælum í Aþenu Fjörtíu og átta klukkustunda allsherjarverkfall hefst í Grikklandi í dag, en þá verður nýjum niðurskurðarhugmyndum ríkisstjórnarinnar mótmælt. Mótmælagöngur verða farnar um miðborg Aþenu en hingað til hafa þær endað með átökum milli almennings og lögreglumanna. Niðurskurðartillögurnar snúast um að skerða heilbrigðisþjónustu, lækka opinber laun og eftirlaun og hækka eftirlaunaaldur. Þingið mun greiða atkvæði um tillögurnar á morgun. Erlent 6.11.2012 08:16 Kynferðisbrotamál teygir anga sína til Íhaldsflokksins David Cameron hefur fyrirskipað rannsókn á því hvernig staðið var að meðferð kynferðisbrotamála sem komu upp á barnaheimili í Wales fyrir nokkrum áratugum síðan. Erlent 6.11.2012 07:58 Bítill styður Obama Það er gömul hefð að þegar kosið er birta þekktir leikarar, íþróttamenn, söngvarar og aðrir Bandaríkjamenn opinberlega skilaboð um stuðning sinn við einhvern tiltekinn frambjóðenda. Nú í ár hafa til dæmis leikararnir Samuel L. Jackson og Crish Rock sett myndskeið á YouTube þar sem þeir hvetja almenning til að kjósa Barack Obama. Það er óalgengara að útlendingar hvetji almenning til að kjósa á einn eða annan hátt. Það gerði aftur á móti breski Bítillinn Paul McCartney í gær þegar hann hvatti Bandaríkjamenn til að kjósa Obama. Erlent 6.11.2012 07:06 Kína býður fé í námuverkefni Grænlenska landsstjórnin á nú í samningaviðræðum við stærsta ríkisbanka Kína um fjármögnun námuverkefnis fyrir utan Nuuk sem mun veita Kínverjum aðgang að eftirsóttum náttúruauðlindum. Erlent 6.11.2012 07:00 Obama mun sigurstranglegri Komið er að úrslitastund í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Barack Obama þykir líklegri til að hrósa sigri, en Mitt Romney heldur enn í vonina. Stjórnmálafræðingur spáir hörðum deilum á komandi árum. Erlent 6.11.2012 07:00 Stóra stundin að renna upp Frambjóðendurnir í bandarísku forsetakosningunum gerðu víðreist í gær, á lokadegi formlegrar kosningabaráttu þeirra. Skoðanakannanir benda til þess að Obama forseti hafi naumt forskot á Romney. Erlent 6.11.2012 06:55 Obama talar spænsku í nýju myndbandi Það má með sanni segja að forsetaframbjóðendurnir reyni að gera allt til að ná í atkvæði. Barack Obama hefur nú gefið út myndbanda þar sem hann talar spænsku en með því vill hann höfða til spænskumælandi íbúa í landinu. Myndbandið, sem má sjá hér að ofan, er mjög týpískt - með öllum frösunum sem einkenna kosningabaráttur sem þessar. Erlent 5.11.2012 23:46 Will Ferrell ætlar að borða rusl ef fólk kýs Obama Myndbandið hefur fengið gríðarlega mikla athygli vestanhafs og hafa yfir 850 þúsund manns horft á það. Erlent 5.11.2012 19:48 Michael Jackson í fangelsi fyrir kynferðisbrot Barnaníðingur að nafni Michael Jackson er vistaður í fangelsi um óákveðinn tíma fyrir að hafa misnotað tíu ára gamlan dreng. Maðurinn heitir í rauninni Albert English en lét breyta nafninu sínu í Michael Jackson af því að fyrrverandi konan hans var svo mikill aðdáandi söngvarans sáluga, að því er fram kemur í frétt Daily Mail. Jackson gekkst við því að hafa beitt drenginn kynferðisofbeldi og haldið honum í þrjá klukkutíma gegn vilja hans. Erlent 5.11.2012 14:35 Chris Rock styður Obama: Segir forsetann hvítari en Romney Hollywoodleikarinn Chris Rock styður Barack Obama í baráttunni um forsetaembættið. Á myndskeiði sem birtist á YouTube myndbandavefnum lýsir Rock yfir stuðningi sínum með sinni margrómuðu kímnigáfu og segist vera að höfða til hvítra Bandaríkjamanna. Hann segir meðal annars að Barack Obama sé hvítari en Romney. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að nafn Baracks sé dregið af nafninu Barry sem sé þriðja vinsælasta nafnið yfir hvíta menn. Þetta segir Rock að sjálfsögðu fyrst og fremst í gríni til þess að vekja athygli á stuðningi sínum við forsetann. Erlent 5.11.2012 13:43 Frakkar ætla að verða fordómalausasta ríki í heimi Börn í Frakklandi fá sérstaka kennslu um lesbíur, homma, tvíkynhneigða og transfólk samvkæmt nýjum lögum sem franska ríkisstjórnin er með á teikniborðinu. Franska ríkisstjórnin er líka nýlega búin að kynna frumvarp til laga um að heimila giftingar samkynhneigðra. Atkvæði verða greidd um það frumvarp strax í byrjun næsta árs. Erlent 5.11.2012 11:10 Hitler skráður kjósandi í Bandaríkjunum Í Bandaríkjunum þurfa menn að skrá sig hjá hinu opinbera til þess að mega kjósa. Alls kyns stofnanir og félagasamtök hafa tekið að sér að keyra um með skráningarlista til þess að fjölga kjósendum en nokkuð bar á því um helgina að furðunöfn væru skráð inn. Þannig var til dæmis einn Hitler skráður í Ohio núna um helgina. Erlent 5.11.2012 09:54 Gríðarlegur húsnæðisskortur í New York Gríðarlegur húsnæðisskortur blasir við íbúum í norðausturhluta Bandaríkjanna vegna óveðursins sem geysaði þar í síðustu viku. Tugþúsundir manna hafa hvorki rafmagn né hita og búa í húsnæði sem er stórskemmt eftir óveðrið. Andrew Cuomo ríkisstjóri í New York og Michael Bloomberg borgarstjóri sögðu á blaðamannafundi í gær að hætta væri á ferðum nú þegar það færi að kólna í veðri. Þá fyrst kæmi í ljós að mjög mörg hús væru ónýt. Erlent 5.11.2012 08:05 Endaspretturinn framundan Lokadagur kosningabaráttunnar í Bandaríkjunum er í dag og á morgun verður kjörfundur. Skoðanakannanir á landsvísu sýna jafna stöðu Obama og Romneys, en þær segja aftur á móti ekki alla söguna. Erlent 5.11.2012 07:59 Ráðherra í ástarsambandi við átta karlmenn Rachida Dati, fyrrverandi dómsmálaráðherra Frakklands, átti í sambandi við átta karlmenn, umþaðbil sem hún varð þunguð af barni, sem hún ól fyrir þremur árum. Frá þessu var greint nýlega þegar leit hennar að föðurnum hófst. Erlent 5.11.2012 07:09 Barið í bresti stjórnarandstöðu Sýrlands Fimm daga ráðstefna Sýrlenska þjóðarráðsins hófst í Katar í gær. Kosin verður ný forysta. Þá verður tekin fyrir áætlun sem efla á samstarf ólíkra andófshópa innan Sýrlands. Án umbóta gætu andófsmenn misst aðstoð erlendra ríkja. Erlent 5.11.2012 06:00 Enn einn kveikir í sér í Tíbet Tíbetskur listamaður lést eftir að hafa kveikt í sér í bænum Tongren í vesturhluta Kína í gærmorgun. Maðurinn, sem hét Dorje Lungdup og var málari, vildi með þessu þrýsta á um endurkomu Dalaí Lama til Tíbets og að kínversk stjórnvöld létu af yfirráðum þar. Erlent 5.11.2012 06:00 Vísa árlega frá milljón gestum Upplýsingastjóri veitingastaðarins Noma í Kaupmannahöfn telur að frá hafi þurft að vísa yfir milljón manns sem reynt höfðu að panta borð á staðnum á liðnu ári. Staðurinn getur tekið á móti 20 þúsundum gesta. Erlent 5.11.2012 06:00 Getur gengið, talað og lesið Pakistanska stúlkan, Malala Yousufzai, sem skotin var í höfuðið í síðasta mánuði, er á góðum batavegi. Sendiherra Pakistans í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fullyrti þetta á stúdentafundi sem haldin var til heiðurs Yousufzai í Dubai í gær. Erlent 5.11.2012 06:00 Hvað varð um geimverurnar? Breskir áhugamenn um fljúgandi furðuhluti hafa boðað til krísufundar. Svo virðist sem geimverur hafi misst allan áhuga á Bretlandseyjum. Verulega hefur dregið úr tilkynningum um framandi gesti. Erlent 4.11.2012 21:03 Vetrarkuldi og ný lægð Hátt í 40 þúsund New York búar glötuðu heimilum sínum þegar stormurinn Sandy reið yfir austurströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. Erlent 4.11.2012 16:03 Fóstra ákærð fyrir morð tveimur börnum Yfirvöld í New York hafa ákært barnfóstruna Yoselyn Ortega fyrir að hafa orðið tveimur börnum að bana í íbúð í Manhattan í síðasta mánuði. Erlent 4.11.2012 10:05 Ræningjar í New York birta ránsfenginn á Twitter Tugir manna hafa verið handteknir í New York fyrir að hafa ránshendi um verslanir frá því fellibylurinn Sandý reið yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrr í þessari viku. Erlent 3.11.2012 20:57 Rangt að fangelsa stúlkurnar í Pussy Riot "Stúlkurnar í Pussy Riot ættu ekki að vera bak við lás og slá." Þetta sagði Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands þegar hann ræddi við stúdenta í Moskvu í dag. Erlent 3.11.2012 20:27 Sér fyrir endann á rafmagnsleysi í New York Rafmagn er nú komið á stóran hluta Manhattan. Þar hefur verið rafmagnslaust á nokkrum stöðum frá því að stormurinn Sandy gekk á land í New Jersey. Erlent 3.11.2012 16:00 Curiosity tekur sjálfsmyndir og þefar uppi metan Vitjeppinn Curiosity hefur ekki fundið leifar metans á plánetunni Mars. Niðurstöðurnar gefa til kynna að líf sé ekki að finna á rauðu plánetunni. Erlent 3.11.2012 13:04 Obama styrkir stöðu sína Lokaspretturinn fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum er hafinn. Nýjustu skoðanakannanir benda til að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, beri sigur úr býtum þegar Bandaríkjamenn greiða atkvæði á þriðjudaginn. Erlent 3.11.2012 11:12 Frí ökukennsla fyrir eldri nema Það myndi mögulega borga sig fyrir samfélagið ef þeir sem bíða með að taka bílpróf þar til þeir eru 25 ára fengju ökukennsluna gjaldfrjálsa. Þetta er mat Ulfs Björnstig, sænsks prófessors í skurðlækningum, sem rannsakað hefur umferðarslys. Björnstig segir kostnaðinn vegna þess skaða sem ungir ökumenn valda gríðarlega háan. Erlent 3.11.2012 08:00 « ‹ ›
Systkinum verði ekki bannað að sofa saman Einingarlistinn í Danmörku vill afnema bann við kynlífi milli systkina. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Danmörku og hafa nær allir stærstu fjölmiðlar fjallað um það. Samkvæmt löggjöfinni núna er kynlíf systkina ólöglegt og getur varðað tveggja ára fangelsi. Erlent 6.11.2012 09:39
Putin rak varnarmálaráðherrann vegna spillingarmála Vladimir Putin, forseti Rússlands, rak varnarmálaráðherrann sinn í morgun eftir að ráðuneyti hans flæktist inn í svikama´l. Sergei Shoigu, fyrrverandi orkumálaráðherra, tekur við varnarmálaráðuneytinu. Verið er að rannsaka hvort ráðuneytið hafi selt eignir sínar undir markaðsverði til valinkunnra einstaklinga. Putin segist hafa rekið ráðherrann til þess að hægt sé að láta fara fram hlutlausa rannsókn á málinu. Erlent 6.11.2012 08:59
Búist við hörðum mótmælum í Aþenu Fjörtíu og átta klukkustunda allsherjarverkfall hefst í Grikklandi í dag, en þá verður nýjum niðurskurðarhugmyndum ríkisstjórnarinnar mótmælt. Mótmælagöngur verða farnar um miðborg Aþenu en hingað til hafa þær endað með átökum milli almennings og lögreglumanna. Niðurskurðartillögurnar snúast um að skerða heilbrigðisþjónustu, lækka opinber laun og eftirlaun og hækka eftirlaunaaldur. Þingið mun greiða atkvæði um tillögurnar á morgun. Erlent 6.11.2012 08:16
Kynferðisbrotamál teygir anga sína til Íhaldsflokksins David Cameron hefur fyrirskipað rannsókn á því hvernig staðið var að meðferð kynferðisbrotamála sem komu upp á barnaheimili í Wales fyrir nokkrum áratugum síðan. Erlent 6.11.2012 07:58
Bítill styður Obama Það er gömul hefð að þegar kosið er birta þekktir leikarar, íþróttamenn, söngvarar og aðrir Bandaríkjamenn opinberlega skilaboð um stuðning sinn við einhvern tiltekinn frambjóðenda. Nú í ár hafa til dæmis leikararnir Samuel L. Jackson og Crish Rock sett myndskeið á YouTube þar sem þeir hvetja almenning til að kjósa Barack Obama. Það er óalgengara að útlendingar hvetji almenning til að kjósa á einn eða annan hátt. Það gerði aftur á móti breski Bítillinn Paul McCartney í gær þegar hann hvatti Bandaríkjamenn til að kjósa Obama. Erlent 6.11.2012 07:06
Kína býður fé í námuverkefni Grænlenska landsstjórnin á nú í samningaviðræðum við stærsta ríkisbanka Kína um fjármögnun námuverkefnis fyrir utan Nuuk sem mun veita Kínverjum aðgang að eftirsóttum náttúruauðlindum. Erlent 6.11.2012 07:00
Obama mun sigurstranglegri Komið er að úrslitastund í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Barack Obama þykir líklegri til að hrósa sigri, en Mitt Romney heldur enn í vonina. Stjórnmálafræðingur spáir hörðum deilum á komandi árum. Erlent 6.11.2012 07:00
Stóra stundin að renna upp Frambjóðendurnir í bandarísku forsetakosningunum gerðu víðreist í gær, á lokadegi formlegrar kosningabaráttu þeirra. Skoðanakannanir benda til þess að Obama forseti hafi naumt forskot á Romney. Erlent 6.11.2012 06:55
Obama talar spænsku í nýju myndbandi Það má með sanni segja að forsetaframbjóðendurnir reyni að gera allt til að ná í atkvæði. Barack Obama hefur nú gefið út myndbanda þar sem hann talar spænsku en með því vill hann höfða til spænskumælandi íbúa í landinu. Myndbandið, sem má sjá hér að ofan, er mjög týpískt - með öllum frösunum sem einkenna kosningabaráttur sem þessar. Erlent 5.11.2012 23:46
Will Ferrell ætlar að borða rusl ef fólk kýs Obama Myndbandið hefur fengið gríðarlega mikla athygli vestanhafs og hafa yfir 850 þúsund manns horft á það. Erlent 5.11.2012 19:48
Michael Jackson í fangelsi fyrir kynferðisbrot Barnaníðingur að nafni Michael Jackson er vistaður í fangelsi um óákveðinn tíma fyrir að hafa misnotað tíu ára gamlan dreng. Maðurinn heitir í rauninni Albert English en lét breyta nafninu sínu í Michael Jackson af því að fyrrverandi konan hans var svo mikill aðdáandi söngvarans sáluga, að því er fram kemur í frétt Daily Mail. Jackson gekkst við því að hafa beitt drenginn kynferðisofbeldi og haldið honum í þrjá klukkutíma gegn vilja hans. Erlent 5.11.2012 14:35
Chris Rock styður Obama: Segir forsetann hvítari en Romney Hollywoodleikarinn Chris Rock styður Barack Obama í baráttunni um forsetaembættið. Á myndskeiði sem birtist á YouTube myndbandavefnum lýsir Rock yfir stuðningi sínum með sinni margrómuðu kímnigáfu og segist vera að höfða til hvítra Bandaríkjamanna. Hann segir meðal annars að Barack Obama sé hvítari en Romney. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að nafn Baracks sé dregið af nafninu Barry sem sé þriðja vinsælasta nafnið yfir hvíta menn. Þetta segir Rock að sjálfsögðu fyrst og fremst í gríni til þess að vekja athygli á stuðningi sínum við forsetann. Erlent 5.11.2012 13:43
Frakkar ætla að verða fordómalausasta ríki í heimi Börn í Frakklandi fá sérstaka kennslu um lesbíur, homma, tvíkynhneigða og transfólk samvkæmt nýjum lögum sem franska ríkisstjórnin er með á teikniborðinu. Franska ríkisstjórnin er líka nýlega búin að kynna frumvarp til laga um að heimila giftingar samkynhneigðra. Atkvæði verða greidd um það frumvarp strax í byrjun næsta árs. Erlent 5.11.2012 11:10
Hitler skráður kjósandi í Bandaríkjunum Í Bandaríkjunum þurfa menn að skrá sig hjá hinu opinbera til þess að mega kjósa. Alls kyns stofnanir og félagasamtök hafa tekið að sér að keyra um með skráningarlista til þess að fjölga kjósendum en nokkuð bar á því um helgina að furðunöfn væru skráð inn. Þannig var til dæmis einn Hitler skráður í Ohio núna um helgina. Erlent 5.11.2012 09:54
Gríðarlegur húsnæðisskortur í New York Gríðarlegur húsnæðisskortur blasir við íbúum í norðausturhluta Bandaríkjanna vegna óveðursins sem geysaði þar í síðustu viku. Tugþúsundir manna hafa hvorki rafmagn né hita og búa í húsnæði sem er stórskemmt eftir óveðrið. Andrew Cuomo ríkisstjóri í New York og Michael Bloomberg borgarstjóri sögðu á blaðamannafundi í gær að hætta væri á ferðum nú þegar það færi að kólna í veðri. Þá fyrst kæmi í ljós að mjög mörg hús væru ónýt. Erlent 5.11.2012 08:05
Endaspretturinn framundan Lokadagur kosningabaráttunnar í Bandaríkjunum er í dag og á morgun verður kjörfundur. Skoðanakannanir á landsvísu sýna jafna stöðu Obama og Romneys, en þær segja aftur á móti ekki alla söguna. Erlent 5.11.2012 07:59
Ráðherra í ástarsambandi við átta karlmenn Rachida Dati, fyrrverandi dómsmálaráðherra Frakklands, átti í sambandi við átta karlmenn, umþaðbil sem hún varð þunguð af barni, sem hún ól fyrir þremur árum. Frá þessu var greint nýlega þegar leit hennar að föðurnum hófst. Erlent 5.11.2012 07:09
Barið í bresti stjórnarandstöðu Sýrlands Fimm daga ráðstefna Sýrlenska þjóðarráðsins hófst í Katar í gær. Kosin verður ný forysta. Þá verður tekin fyrir áætlun sem efla á samstarf ólíkra andófshópa innan Sýrlands. Án umbóta gætu andófsmenn misst aðstoð erlendra ríkja. Erlent 5.11.2012 06:00
Enn einn kveikir í sér í Tíbet Tíbetskur listamaður lést eftir að hafa kveikt í sér í bænum Tongren í vesturhluta Kína í gærmorgun. Maðurinn, sem hét Dorje Lungdup og var málari, vildi með þessu þrýsta á um endurkomu Dalaí Lama til Tíbets og að kínversk stjórnvöld létu af yfirráðum þar. Erlent 5.11.2012 06:00
Vísa árlega frá milljón gestum Upplýsingastjóri veitingastaðarins Noma í Kaupmannahöfn telur að frá hafi þurft að vísa yfir milljón manns sem reynt höfðu að panta borð á staðnum á liðnu ári. Staðurinn getur tekið á móti 20 þúsundum gesta. Erlent 5.11.2012 06:00
Getur gengið, talað og lesið Pakistanska stúlkan, Malala Yousufzai, sem skotin var í höfuðið í síðasta mánuði, er á góðum batavegi. Sendiherra Pakistans í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fullyrti þetta á stúdentafundi sem haldin var til heiðurs Yousufzai í Dubai í gær. Erlent 5.11.2012 06:00
Hvað varð um geimverurnar? Breskir áhugamenn um fljúgandi furðuhluti hafa boðað til krísufundar. Svo virðist sem geimverur hafi misst allan áhuga á Bretlandseyjum. Verulega hefur dregið úr tilkynningum um framandi gesti. Erlent 4.11.2012 21:03
Vetrarkuldi og ný lægð Hátt í 40 þúsund New York búar glötuðu heimilum sínum þegar stormurinn Sandy reið yfir austurströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. Erlent 4.11.2012 16:03
Fóstra ákærð fyrir morð tveimur börnum Yfirvöld í New York hafa ákært barnfóstruna Yoselyn Ortega fyrir að hafa orðið tveimur börnum að bana í íbúð í Manhattan í síðasta mánuði. Erlent 4.11.2012 10:05
Ræningjar í New York birta ránsfenginn á Twitter Tugir manna hafa verið handteknir í New York fyrir að hafa ránshendi um verslanir frá því fellibylurinn Sandý reið yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrr í þessari viku. Erlent 3.11.2012 20:57
Rangt að fangelsa stúlkurnar í Pussy Riot "Stúlkurnar í Pussy Riot ættu ekki að vera bak við lás og slá." Þetta sagði Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands þegar hann ræddi við stúdenta í Moskvu í dag. Erlent 3.11.2012 20:27
Sér fyrir endann á rafmagnsleysi í New York Rafmagn er nú komið á stóran hluta Manhattan. Þar hefur verið rafmagnslaust á nokkrum stöðum frá því að stormurinn Sandy gekk á land í New Jersey. Erlent 3.11.2012 16:00
Curiosity tekur sjálfsmyndir og þefar uppi metan Vitjeppinn Curiosity hefur ekki fundið leifar metans á plánetunni Mars. Niðurstöðurnar gefa til kynna að líf sé ekki að finna á rauðu plánetunni. Erlent 3.11.2012 13:04
Obama styrkir stöðu sína Lokaspretturinn fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum er hafinn. Nýjustu skoðanakannanir benda til að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, beri sigur úr býtum þegar Bandaríkjamenn greiða atkvæði á þriðjudaginn. Erlent 3.11.2012 11:12
Frí ökukennsla fyrir eldri nema Það myndi mögulega borga sig fyrir samfélagið ef þeir sem bíða með að taka bílpróf þar til þeir eru 25 ára fengju ökukennsluna gjaldfrjálsa. Þetta er mat Ulfs Björnstig, sænsks prófessors í skurðlækningum, sem rannsakað hefur umferðarslys. Björnstig segir kostnaðinn vegna þess skaða sem ungir ökumenn valda gríðarlega háan. Erlent 3.11.2012 08:00