Fótbolti

Benitez: Babel ekki fáanlegur á láni

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur aðvarað vængmanninn Ryan Babel að hann sé að spila fyrir framtíð sinni hjá Liverpool en leikmaðurinn hefur ekki beint náð að slá í gegn síðan hann kom til félagsins árið 2007 á 11,5 milljónir punda.

Enski boltinn

McLeish styður við bakið á Burley

Knattspyrnustjórinn Alex McLeish hjá nýliðum Birmingham í ensku úrvalsdeildinni hefur komið landa sínum George Burley til varnar en margir hafa talið að hann eigi að víkja sem landsliðsþjálfari Skotlands eftir að liðinu mistókst að vinna sér sæti í umspili um laust sæti á lokakeppni HM 2010.

Fótbolti

Ancelotti er ekki smeykur við yfirvofandi bann

Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea hefur ekki trú á því að bannið sem alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, úrskurðaði um að Lundúnafélagið mætti ekki kaupa leikmenn í eitt ár muni hafa áhrif á gengi félagsins til skemmri tíma.

Enski boltinn

Franco búinn að skrifa undir hjá West Ham

Guillermo Franco staðfesti í samtali við Sky Sports fréttastofuna í dag að hann hafi skrifað undir samning við West Ham fram í júní á næsta ári en hinn 32 ára gamli framherji hefur verið án félags síðan hann hætti hjá Villarreal í lok síðasta keppnistímabils.

Enski boltinn

Wenger: Enska landsliðið er sigurstranglegt á HM

Arsene Wenger, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, segir að enska landsliðið sé sigurstranglegt á HM í Suður-Afríku næsta sumar en hann er einn af mörgum sem hafa hrifist af frábærri frammistöðu enska liðsins í undankeppninni.

Fótbolti

Eiður Smári á fyrstu æfingunni með AS Monaco - myndband

Eiður Smári Guðjohnsen hefur notað þessa viku til þess að komast inn í hlutina hjá franska liðinu AS Monaco. Eiður Smári fékk vegna þess frí frá landsleiknum á móti Georgíu á miðvikudaginn en hann átti mjög góðan leik í jafnteflinu á móti Noregi um síðustu helgi.

Fótbolti

Króatinn Klasnic: Terry sló mig beint í nýrun

Enski landsliðsfyrirliðinn John Terry sakaði Króatann Ivan Klasnic um að hafa hrækt á sig í 5-1 sigri Englendinga á Króötum í undankeppni HM á miðvikudaginn. Klasnic hefur neitað þessu en um leið sakar hann Terry um að slá sig beint í nýrun en Klasnic fór í tvöfalda nýrnaígræðslu árið 2007.

Enski boltinn

Brasilíumenn hafa gaman af vandræðum Argentínu

Brasilíumenn hafa næstum því jafngaman af vandræðum argentínska landsliðsins eins og þeir hafa af velgengi síns landsliðs. Brasilíska landsliðið hefur unnið ellefu leiki í röð og tryggt sig inn á HM á meðan Argentína er langt frá því að vera öruggt með sæti á HM eftir að hafa tapað 3 leikjum í röð og fjórum leikjum af síðustu fimm.

Fótbolti

Engin náði Margréti Láru - varð markahæst á EM 2009

Margrét Lára Viðarsdóttir varð markahæsti leikmaður Evrópukeppni kvenna 2009 þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora í sjálfri úrslitakeppninni. Margrét Lára skoraði tólf mörk í undankeppninni og enginn leikmannanna í úrslitakeppninni í Finnlandi náði þeim markafjölda.

Fótbolti

Rússi hugsanlega á leiðinni í markið hjá Manchester United

Igor Akinfeev, markvörður CSKA Moskva og rússneska landsliðsins, fagnar því að vera orðaður við ensku meistarana í Manchester United. Akinfeev hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu sína með bæði CSKA og landsliðinu en hann er aðeins 23 ára gamall og því framtíðarmarkmaður.

Enski boltinn

Knattspyrnusamband Tælands vill fá Robson

Knattspyrnusamband Tælands er að leita að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Peter Reid sagði stöðu sinni lausri á dögunum en forseti sambandsins hefur staðfest að Bryan Robson sé á óskalistanum.

Fótbolti