Fótbolti

Socrates lagður inn á sjúkrahús

Brasilíumaðurinn Socrates hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna innvortis blæðinga. Hann er 57 ára gamall og er einn frægasti leikmaður brasilíska landsliðsins undanfarna áratugi.

Fótbolti

Wenger dæmdur í tveggja leikja bann

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að brjóta reglur þegar hann tók út leikbann í leik liðsins gegn Udinese í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku.

Fótbolti

Bikardrottningin í Valsliðinu

Valskonur urðu bikarmeistarar þriðja árið í röð eftir 2-0 sigur á KR í úrslitaleik á laugardaginn. Embla Sigríður Grétarsdóttir hefur þar með orðið bikarmeistari fimm ár í röð og hún jafnaði líka met Guðrúnar Sæmundsdóttur með því að vinna bikarinn í sjöu

Íslenski boltinn

Þórarinn Ingi: Hann er klókur kallinn

Þórarinn Ingi Valdimarsson var hetja Eyjamanna í 2-1 sigri á Keflavík á Hásteinsvellinum í gær. Þórarinn skoraði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok og Eyjamenn minnkuðu þar með forskot KR á toppnum í eitt stig.

Íslenski boltinn

Leikur í Mexíkó stöðvaður vegna skotárásar

Stöðva þurfti viðureign Santos Laguna og Monarcas Morlia í efstu deildinni í Mexíkó á laugardag vegna skotárásar utan við leikvanginn. Komið var fram á 40. mínútu og leikurinn enn markalaus þegar dómari leiksins flautaði og leikmenn forðuðu sér eins hratt og þeir gátu af vellinum.

Fótbolti

Leonardo: Berbatov ekki til sölu

Brasilíumaðurinn Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá Paris Saint Germain, segir Dimitar Berbatov, leikmann Manchester United, ekki til sölu. Það hafi hann fengið að heyra í símtali en á hinum enda línunnar var Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United.

Enski boltinn

Raul: Ég er ekkert á leiðinni frá Shalke

Framherjinn Raul, leikmaður Shalke, segir við þýska fjölmiðla að hann sé ekki á leiðinni frá félaginu, en orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að Spánverjinn sé á leiðinni í ensku úrvalsdeildina.

Fótbolti

Bale: Látum skotin dynja á De Gea

Leikmaður Tottenham Hotspurs, Gareth Bale, gefur það til kynna við enska fjölmiðla að leikmenn liðsins hafi fengið þau skilaboð frá Harry Redknapp, knattspyrnustjóra Tottenham, að skjóta að vild á David De Gea, markvörð Manchester United, þegar liðin mætast annað kvöld í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Heimir: Byrjaði hugsanlega með vitlausa uppstillingu

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var lengi að finna sitt rétta leikskipulag í 2-1 sigri ÍBV á Keflavík í 16. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Heimir var mikið að færa menn til í fyrri hálfleik. Brynjar Gauti Guðjónsson byrjaði í miðverði með Rasmus Christiansen en var svo færður á miðjuna um miðjan fyrri hálfleik. Andri Ólafsson var á sama tíma færður í miðvörðinn úr framherjastöðunni.

Íslenski boltinn

Mourinho ætlar ekki að biðjast afsökunar

Knattspyrnustjóri Real Madrid, Jose Mourinho, ætlar ekki að biðjast afsökunar á hegðun sinni eftir síðari leik spænska Ofurbikarsins gegn Barcelona, en Real Madrid þurfti að lúta í gras fyrir erkifjendunum.

Fótbolti

Willum Þór: Gleymdum okkur í dekkun í eitt skipti

Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur var nokkuð sáttur við leik sinna manna þrátt fyrir 1-2 tap á móti ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. Keflvíkingar stjórnuðum leiknum nær allan fyrri hálfleikinn og byrjuðu síðari hálfleikinn einnig betur en það dugði þeim ekki til að taka stig á Hásteinsvellinum.

Íslenski boltinn

Valencia búið að samþykkja að selja Mata til Chelsea

Spænski landsliðsmaðurinn Juan Mata er á leiðinni til enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea eftir að Valencia samþykkti tilboð Chelsea í leikmanninn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá spænska félaginu en enskir miðlar segja kaupverðið í kringum 23,5 milljónir punda.

Enski boltinn

Kolbeinn bjargaði stiginu fyrir Ajax

Þrír leikir fóru fram í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og enn var Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax, á skotskónum, en Ajax gerði 2-2 jafntefli gegn Venlo.

Fótbolti