Fótbolti

Danir unnu Svía á Parken - Bendtner með fyrra markið

Danmörk vann 2-0 sigur á nágrönnum sínum frá Svíþjóð í vináttulandsleik þjóðanna á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld en Danir hafa þar með unnið alla þrjá landsleiki þjóðanna frá og með árinu 2008. Nicklas Bendtner og Michael Krohn-Dehli skoruðu mörk Dana í kvöld.

Fótbolti

Þrjú töp í röð hjá strákunum - myndir

Íslenska 21 árs landsliðið tapaði sínum þriðja leik í röð í undankeppni EM þegar liðið heimsótti hið gríðarsterka enska landslið í gær. Englendingar unnu leikinn 5-0 og hafa nú fullt hús og markatöluna 16-1 í fyrstu fjórum leikjum sínum í riðlinum.

Íslenski boltinn

Coquelin vill fara frá Arsenal

Hinn tvítugi Francis Coquelin vill komast frá Arsenal svo hann geti fengið að spila meira. Hann hefur fá tækifæri fengið síðustu vikurnar eftir að hafa spilað nokkuð í upphafi tímabilsins.

Enski boltinn

Capello vill að Jagielka spili tábrotinn

Samkvæmt enska dagblaðinu The Guardian er Fabio Capello, landslisðþjálfara Englands, svo mikið í mun að láta Phil Jagielka spila gegn Spánverjum á laugardaginn að hann íhugar nú að láta kappann spila tábrotinn.

Enski boltinn