Enski boltinn

Cech styður ákvörðun Abramovich

Roman Abramovich eigandi Chelsea tók mjög umdeilda ákvörðun í síðustu viku þegar hann rak knattspyrnustjóra liðsins Roberto Di Matteo úr starfi. Abramovich hefur nú fengið stuðning frá Petr Cech, markverði Chelsea, sem segir að eitthvað hafi þurft að gerast til þess að snúa gengi Chelsea við.

Enski boltinn

Arsenal ætlar ekki að greiða háa fjárhæð fyrir Huntelaar

Klaas-Jan Huntelaar er einn af þeim framherjum sem stórlið í Evrópu hafa áhuga á að fá í sínar raðir þegar opnað verður fyrir leikmannamarkaðinn í janúar á næsta ári. Hollenski framherjinn hefur leikið vel með Schalke í Þýskalandi en forráðamenn liðsins segja að engin formleg tilboð hafi komið í leikmanninn.

Enski boltinn

Benítez segist vera heppinn að hafa fengið tækifæri hjá Chelsea

Rafael Benitez, sem nýverið tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Chelsea, segir að hann sé heppinn að hafa fengið starfið. "Ég er heppinn að hafa fengið tækifæri að þjálfa lið í fremstu röð, ég hafði úr mörgu að velja, en ég taldi þetta besta kostinn fyrir mig,“ segir Benítez en Chelsea mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Enski boltinn

Stórleikir í enska boltanum í kvöld

Það er risakvöld fram undan í enska boltanum en þá fara fram einir átta leikir. Stórleikur kvöldsins er viðureign Tottenham og Liverpool og spurning hvort Gylfi Þór Sigurðsson fái tækifæri með Spurs í kvöld en hann hefur mátt sætta sig við ansi mikla bekkjarsetu upp á síðkastið.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Kastljósinu beint að Íslendingum á Englandi

Íslenskir knattspyrnumenn voru til umfjöllunar í þætti sem sýndur var í hálfleik í aðalleik ensku knattspyrnunnar um s.l. helgi. Þar var vakin athygli á því hve margir fótboltamenn frá Ísolandi hafa sett svip sinn á ensku úrvalsdeildina. Rætt var við Eið Smára Guðjohnsen, Guðna Bergsson, og Gylfa Þór Sigurðsson, að auki var fjallað um Hermann Hreiðarsson. Innslagið má sjá í heild sinni með því að smella á örina hér fyrir ofan.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Kveðjumyndband tileinkað Roberto Di Matteo

Roberto Di Matteo náði frábærum árangri á þeim stutta tíma sem hann var knattspyrnustjóri Chelsea. Undir hans stjórn landaði liðið enska bikarmeistaratitlinu og í fyrsta sinn í sögunni náði Chelsea að fara alla leið í Meistaradeild Evrópu. Di Matteo var rekinn úr starfi á dögunum eftir að liðinu mistókst að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Í mndbandinu má sjá samantekt í stuttri kveðju frá Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport sem tileinkuð var Roberto Di Matteo.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Leiðtogalaust Chelsea lið – leikmenn hafa ekki trú á Benítez

Chelsea hefur ekki náð að vinna leik í nóvember en liðið átti við Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Rafael Benítez tók við liðinu í síðustu viku og stýrði liðinu í fyrsta sinn. Guðmundur Benediktsson fór yfir gang mála hjá Chelsea í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 ásamt sérfræðingum þáttarins; Hjörvari Hafliðasyni og Ólafi Kristjánssyni.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Hvað sagði Ólafur Kristjánsson um Liverpool?

Gengi Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur ekki verið gott að undanförnu og liðið situr í 11. sæti deildarinnar eftir markalaust jafntefli um helgina gegn Swansea. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir stöðuna hjá þessu fornfræga félagi í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Þar svaraði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, nokkrum spurningum um félagið sem hann hefur fylgst með allt frá árinu 1973.

Enski boltinn