Enski boltinn

Reading komið upp í ensku úrvalsdeildina - Brynjar Björn á heimleið

Reading tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eftir 1-0 heimasigur á Nottingham Forest. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð og sá fjórtándi í sextán leikjum frá því í lok janúar. Reading er með 88 stig og átta stigum meira en West Ham sem situr í þriðja sætinu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

Enski boltinn

Cruyff hefur ekkert heyrt frá Liverpool

Johan Cruyff segir ekkert til í þeim fréttum að hann sé á leiðinni til Liverpool til að taka við starfi Damien Comolli sem yfirmaður knattspyrnumála félagsins. Erlendir fjölmiðlar greindu frá því að Cruyff væru á óskalista Liverpool.

Enski boltinn

Carroll segist vera hættur að lyfta sér upp

Andy Carroll er loksins farinn að endurgreiða Liverpool fyrir þær 35 milljínur punda sem liðið greiddi fyrir hann. Carroll hefur skorað sigurmörk í síðustu leikjum og nú síðast gegn Everton í undanúrslitum bikarsins.

Enski boltinn

Sex koma til greina sem leikmaður ársins í ensku deildinni

Sex leikmenn voru í dag tilnefndir sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á tímabilinu en hér á ferðinni kjör leikmanna deildarinnar. Verðlaunin verða afhent á sunnudaginn kemur en undanfarin tvö ár hafa Gareth Bale (2010-11) og Wayne Rooney (2009-10) hlotið þessi virtu verðlaun.

Enski boltinn

Balotelli: Dauði Morosini hefur kennt mér að meta lífið

Mario Balotelli, vandræðagemlingurinn hjá Manchester City, þekkti persónulega Ítalann Piermario Morosini sem lést um helgina eftir að hafa fengið hjartáfall í miðjum leik Livorno á móti Pescara í ítölsku b-deildinni. Dauði Morosini hafði mikil áhrif á Balotelli ef marka má viðtal við hann í ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport.

Enski boltinn

Muamba útskrifaður af sjúkrahúsinu

Fabrice Muamba, leikmaður Bolton Wanderers sem hneig niður í bikarleik á móti Tottenham á dögunum, er allur á batavegi eins og hefur komið fram en það nýjasta sem er að frétta af Muamba er að hann fékk að fara heim af sjúkrahúsinu í dag.

Enski boltinn

Diouf handtekinn um helgina

Senegalinn El-Hadji Diouf er síður en svo hættur að koma sér í vandræði utan vallar en hann var handtekinn um helgina eftir slagsmál á næturklúbbi.

Enski boltinn