Enski boltinn

Swindon sló Stoke úr leik

Fjölmargir leikir fóru fram í 2. umferð ensku deildabikarkeppninnar í kvöld. Óvæntustu úrslitin eru 4-3 sigur enska C-deildarliðsins Swindon á Stoke í framlengdum leik.

Enski boltinn

Rooney: Í lagi með löppina

Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, segir að meiðslin sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Fulham um helgina séu ekki jafn slæm og þau litu út fyrir að vera.

Enski boltinn

Sky Sports: AC Milan að koma Bendtner til bjargar

Sky Sports hefur heimildir fyrir því að danski landsliðsframherjinn Nicklas Bendtner sé á leiðinni til ítalska liðsins AC Milan. AC Milan er að leita sér að framherja í staðinn fyrir Zlatan Ibrahimovic og Bendtner á enga framtíð hjá Arsenal.

Enski boltinn

Mikið að gera hjá Brendan Rodgers fram á föstudag

Liverpool Echo segir frá því í morgun að Fulham-maðurinn Clint Dempsey sé enn efstur á óskalistanum hjá Brendan Rodgers, stjóra Liverpool en félagsskiptaglugginn lokar á miðnætti á föstudag og því er ekki langur tími til stefnu til að styrkja liðið. Það verður væntanlega mikið að gera hjá Rodgers á næstu dögum.

Enski boltinn

Franski landsliðsmarkvörðurinn orðinn leikmaður Tottenham

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, er búinn að kaupa franska landsliðsmarkvörðinn Hugo Lloris frá Lyon en portúgalski stjórinn hefur verið á eftir Frakkanum síðan að hann tók við Spurs-liðinu í sumar. Villas-Boas er líka að leita að manni í staðinn fyrir Luka Modric sem félagið seldi til Real Madrid í gær.

Enski boltinn

Kári eftirsóttur

Steve Evans, stjóri enska D-deildarliðsins Rotherham, segir að félaginu hafi borist fyrirspurnir vegna Kára Árnasonar áður en keppnistímabilið hófst.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Umræða um Chelsea

Chelsea situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar að loknum fyrstu tveimur umferðunum. Liðið hefur raunar leikið þrjá leiki vegna leiksins gegn Atletico Madrid í Ofurbikarnum á föstudag og unnið sigur í þeim öllum.

Enski boltinn

Tottenham búið að bjóða í Yann M'Vila

Tottenham seldi í morgun Króatann Luka Modric til spænska liðsins Real Madrid og Spurs-menn voru ekki lengi að bjóða í annan miðjumann. Tottenham ætlar að reyna að kaupa Yann M'Vila frá Rennes samkvæmt frétt á BBC Sport.

Enski boltinn

Öll mörkin úr enska boltanum á Vísi

Heil umferð fór fram í enska boltanum um helgina. Alls voru skoruð 24 mörk í leikjunum og er hægt að skoða öll helstu tilþrifin úr leikununum á sjónvarpshluta Vísis. Þar er einnig að finna fallegustu mörk helgarinnar, bestu markvörslurnar, lið umferðarinnar ásamt fleiru.

Enski boltinn

Wenger: Við munum skora

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkenndi eftir markalausa jafnteflið gegn Stoke í dag að sóknarleikurinn væri vandamál hjá liðinu. Arsenal hefur ekki enn tekist að skora í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni.

Enski boltinn

Markalaust hjá Stoke og Arsenal

Stoke og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arsenal setti harða pressu að marki Stoke er leið á leikinn en liðið náði ekki að angra Vito Mannone í marki Stoke að neinu ráði.

Enski boltinn

Owen er enn án félags

Hestaáhugamaðurinn og framherjinn Michael Owen er ekki af baki dottinn og hann stefnir ótrauður á að finna sér nýtt félag áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Enski boltinn