Enski boltinn

Rodgers: Suarez er eins og Messi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Brendan Rodgers var hress á hliðarlínunni í kvöld.
Brendan Rodgers var hress á hliðarlínunni í kvöld. Nordicphotos/Getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hrósaði Luis Suarez í hástert fyrir frammistöðu sína í 3-0 sigri Liverpool gegn Sunderland í kvöld.

Rodgers sagði í viðtali við sjónvarpsstöð félagsins að hann væri himinlifandi með að liðið hefði unnið þrjá sigra í fjórum leikjum í törninni yfir hátíðirnar. Hann hrósaði leikmönnum sínum fyrir ákafa sinn og pressu í leiknum í kvöld.

Enginn var betri en Luis Suarez

„Hann er týpa eins og Lionel Messi. Hann er aldrei meiddur, 7-9-13, hann er tilbúinn í alla leiki, leggur sig allan fram, býr til mörk, skoraði tvö í kvöld og er stórkostlegur," sagði Rodgers sem hrósaði Kenny Dalglish sem fékk Suarez til félagsins.

„Hann hefur verið frábær hjá félaginu síðan hann kom. Þáverandi stjóri og stjórn eiga heiður skilinn fyrir að fá hann til liðsins á sínum tíma," sagði Rodgers.

Daniel Sturridge, nýjasti liðsmaður Liverpool, fylgdist með gangi mála úr stúkunni.

„Hann mun nýtast liðinu hvernig sem við munum spila honum. Auðvitað er hann bestur frammi en það fer eftir móherjanum og öðru hvernig við munum nota hann," sagði Rodgers.


Tengdar fréttir

Suarez stórkostlegur í sigri Liverpool

Luis Suarez skoraði tvívegis í 3-0 sigri Liverpool á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni á Anfield Road í kvöld. Suarez skoraði tvö auk þess að leggja upp eitt fyrir Raheem Sterling.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×