Enski boltinn

Mancini: Þetta var ekkert merkilegt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini.
Roberto Mancini. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, gerði lítið úr meintum slagsmálum sínum við Mario Balotelli á æfingu liðsins í gær en Daily Mail birti fyrst enskra fjölmiðla dramatískar myndir af atvikinu.

„Þetta var ekki eins slæmt og blöðin létu þetta líta út. Við vorum í leik á æfingu. Mario sparkaði í liðsfélaga sinn og ég sagði honum að yfirgefa völlinn. Hann sagði nei og ég tók því í treyjuna hans og ýtti honum útaf vellinum," sagði Roberto Mancini.

„Svona var þetta og það gerðist ekkert meira. Þetta var ekkert merkilegt," sagði Mancini á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Watford í ensku bikarkeppninni um helgina.

„Ég missti kannski stjórn á mér í tvær sekúndur en ekki lengur. Það voru engin slagsmál og þetta hefur engin áhrif á hans stöðu hjá liðinu," sagði Mancini.

Mario Balotelli hefur verið duglegur að koma sér í fyrirsagnir ensku blaðanna vegna hegðunar sinnar utan vallar en minna hefur borið á snilli hans inn á vellinum það sem af er þessa tímabils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×