Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Nýtt, óhefðbundið og svolítið skemmtilegt trend hefur rutt sér til rúms vestanhafs sérstaklega hjá ríka og fræga fólkinu. Svokallaðir skilnaðarhringir, gjarnan glæsilegir demtanshringir, njóta stigvaxandi vinsælda og skartgripaverslanir bjóða upp á sérstakar athafnir tengdar þeim. Tíska og hönnun 21.1.2026 11:24
„Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Ríkisstjórn Bandaríkjanna kynnti nýjan fæðupýramída í byrjun árs þar sem honum var snúið á hvolf og aukin áhersla lögð á prótín og fitu. Útlit og hönnun pýramídans er keimlík fæðuhring sem hönnunarstofan Aton gerði fyrir embætti landlæknis í fyrra. Hönnunarstjóri Aton segir líkindin töluverð en lítið sé við því að gera. Tíska og hönnun 21.1.2026 07:01
Kjólasaga Brooklyns loðin Það hefur vart farið fram hjá neinum að Beckham-fjölskyldan stendur nú í sögulegum deilum sem vöktu sérstaklega mikla athygli í gær þegar Brooklyn elsti sonur Victoriu og Davids opnaði sig um áralangar erjur hans og fjölskyldu hans. Tíska og hönnun 20.1.2026 14:56
Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Vöruhönnuðurnir Bríet Sigtryggsdóttir og Erla Lind Guðmundsdóttir veltu því fyrir sér hvernig Íslendingar myndu framleiða Labubu ef skorið yrði á tengsl landsins við umheiminn. Við tók langt ferli þar sem þær smíðuðu íslenskt lambubu úr kindahorni, ull, heststagli, fiskaugum og roði. Tíska og hönnun 12.12.2025 07:02
Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Stjörnuparið Timothée Chalamet leikari og Kylie Jenner raunveruleikastjarna stálu senunni á frumsýningu kvikmyndarinnar Marty Supreme í gærkvöldi. Það eru stöðugar sögusagnir um sambandsslit en parið afsannaði þær í gærkvöldi og klæddu sig meira að segja í stíl. Tíska og hönnun 9.12.2025 09:00
„Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ „Ég er sjálfsöruggari í dag og ég þekki mig betur,“ segir tískudrottningin Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, betur þekkt sem Sissa. Hún er 51 árs gömul og líður best í tísku- og verslunargeiranum þar sem hún tekur vel á móti fólki í versluninni 38 þrepum og er alltaf með puttann á púlsinum á því sem er smart. Tíska og hönnun 7.12.2025 07:03
Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Frank Gehry, einn áhrifamesti arkitekt sögunnar, er látinn, 96 ára að aldri. Gehry hannaði byggingar á borð við Guggenheim-safnið í Bilbaó, Dansandi húsið í Prag og Louis Vuitton-listasafnið í París. Tíska og hönnun 6.12.2025 13:45
Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Árlegu tískuverðlaunin voru haldin hátíðleg á mánudag í Lundúnum og skærustu stjörnur heimsins fjölmenntu þar í hátískuklæðum. Ekkert var gefið eftir í glæsileikanum en tímaritið Vogue gaf nýverið út lista yfir fimmtán best klæddu stjörnur hátíðarinnar. Tíska og hönnun 3.12.2025 20:00
Langskemmtilegast að vera alveg sama „Mér finnst þetta einfaldlega gera lífið litríkara og skemmtilegra,“ segir tískuskvísan og athafnakonan Sofia Elsie Nielsen sem skín skært hvert sem hún fer. Sofia ræddi við blaðamann um persónulegan stíl, tískuna, að læra að standa með sjálfi sér og margt fleira. Tíska og hönnun 2.12.2025 20:01
Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Óvænt skilaboð á Facebook frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, mörkuðu upphaf að samstarfi sem átti eftir að breyta miklu fyrir íslenska fatahönnuðinn Anítu Hirlekar. Tíska og hönnun 2.12.2025 11:13
Heitustu pörin í húrrandi jólagír Það var líf og fjör í jólateiti hjá tískuversluninni Húrra á fimmtudag en þessi vinsæla keðja opnaði nýverið útibú í Smáralind. Tíska og hönnun 1.12.2025 20:00
Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Það var líf og fjör í Hafnarfirði síðastliðinn föstudag og margt um manninn þegar tískuverslunin Gina Tricot opnaði dyrnar á splunkunýrri verslun í stækkuðum Firðinum. Skvísur á öllum aldri lögðu leið sína á opnunina, skáluðu saman í freyðivín og gæddu sér á poppi. Tíska og hönnun 25.11.2025 18:02
Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Fyrirsætan og lögfræðingurinn Kristín Lilja Sigurðardóttir hefur komið víða við í módelbransanum og tekið þátt í ýmsum verkefnum úti í heimi. Þar á meðal hefur hún nokkrum sinnum setið fyrir hjá tískurisanum Zöru ein, með eldri syni sínum Andra og nú í nýjustu herðferð fyrirtækisins slær Kristín Lilja í gegn með yngri syninum Ara. Tíska og hönnun 25.11.2025 10:01
Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Það var mikið stuð og stemning í árlegum vetrarfögnuði Felds verkstæðis á Snorrabraut á dögunum þar sem tískuunnendur og aðrar pæjur skoðuðu það nýjasta í loðtísku vetrarins. Tíska og hönnun 25.11.2025 09:00
Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Það var líf og fjör í árlegt sokkapartý Íslandsdeildar Amnesty International sem var haldið í versluninni Andrá Reykjavík á dögunum. Síðastliðin ár hafa sokkarnir notið vinsælda og eru þeir orðnir að reglubundinni fjáröflun samtakanna. Tíska og hönnun 24.11.2025 14:01
Þakklát að hafa prófað alls konar hluti „Ég var gjörn á að „fela“ mig með fatnaði og það tók tíma að læra inn á mig,“ segir tónlistarkonan Kolfreyja Sól Bogadóttir, betur þekkt sem Alaska 1867. Hún ræddi við blaðamann um persónulegan stíl, tískuna og fataskápinn. Tíska og hönnun 24.11.2025 07:04
Tískukóngar landsins á bleiku skýi Best klæddu herramenn landsins komu saman á Laugavegi um helgina og fögnuðu opnun nýrrar hátísku herraverslunar hjá Andrá Reykjavík. Meðal gesta voru Unnsteinn Manúel, Dagur B. Eggertsson og töffarafeðgarnir Einar Örn og Hrafnkell Kaktus. Tíska og hönnun 19.11.2025 20:03
Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Breska tónlistarkonan Lily Allen er mögulega að eiga rosalegustu endurkomu tónlistarsögunnar og hefur frægðarsól hennar sjaldan skinið skærar. Hún gaf út eina umdeildustu plötu ársins, seldi upp á fjölda tónleika og gekk í gærkvöldi tískupallinn fyrir hátískuhúsið 16Arlington við mikinn fögnuð. Tíska og hönnun 18.11.2025 15:10
Upplifir skotin oftast sem hrós „Ég fíla þegar fólk reynir að fara út fyrir þægindarammann,“ segir 27 ára fótboltakappinn Adam Pálsson. Adam, sem leikur með fótboltafélaginu Val, er með skemmtilegan og töff stíl og fylgir innsæinu þegar það kemur að tískunni. Blaðamaður ræddi við hann um fataskápinn og klæðaburð. Tíska og hönnun 17.11.2025 07:02
„Ekki spá í hvað öðrum finnst“ „Mér líður alltaf aðeins betur þegar ég klæði mig upp,“ segir tískuskvísan og tveggja barna móðirin Móeiður Lárusdóttir, sem er búsett í Aþenu í Grikklandi þar sem sambýlismaður hennar Hörður Björgvin spilar fótbolta. Hún ræddi við blaðamann um tískuna, fataskápinn og persónulegan stíl. Tíska og hönnun 12.11.2025 07:01
Ungir „gúnar“ í essinu sínu Það var líf og fjör hjá ungmennum landsins á laugardag í miðbænum þegar 66 Norður afhjúpaði nýjustu samstarfslínu sína við töffarana hjá Reykjavík Roses. Ásamt unglingunum voru ofurhjónin Nína Dögg og Gísli Örn meðal gesta og kynfræðingurinn Sigga Dögg lét sig heldur ekki vanta. Löng röð myndaðist við Hafnartorg fyrir opnun og stemningin var góð. Tíska og hönnun 11.11.2025 12:03
Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hönnunarverðlaun Íslands 2025 voru afhent við hátíðlega athufn í Grósku i gærkvöldi. Tíska og hönnun 7.11.2025 07:46
Hætt að nota föt til að fela sig „Ég braut allar mínar reglur um daginn,“ segir áhrifavaldurinn, förðunarfræðingurinn og kennarinn Fanney Dóra Veigarsdóttir, sem ræddi við blaðamann um tískuna, áhættu, sjálfsöryggi og fleira. Tíska og hönnun 4.11.2025 07:03
Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tónlistarkonan Lily Allen kann að semja lög sem vekja athygli og það má eiginlega að segja að breska listagyðjan sé að eiga rosalegustu tónlistarendurkomu ársins, jafnvel aldarinnar. Á nýjustu plötu sinni afhjúpar hún öll hjónabandsvandamálin, syngur um píkuhöll fyrrum eiginmannsins og hjákonu hans Madeline. Tíska og hönnun 3.11.2025 10:31