Sport

Brynjólfur Ander­sen með tvö gegn Wrex­ham

Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði tvö mörk þegar Groningen lagði Hollywood-lið Wrexham í æfingaleik á laugardag. Groningen leikur í efstu deild Hollands á meðan Wrexham er nýliði í ensku B-deildinni þrátt fyrir að vera staðsett í Wales.

Fótbolti

Ís­land mátti þola stórt tap

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri mátti þola tap gegn Svíþjóð á Evrópumótinu sem nú fer fram í Portúgal. Lokatölur 92-76 Svíum í vil. Leikinn í heild sinni má sjá neðst í fréttinni.

Körfubolti

Eggert Aron skoraði og lagði upp í stór­sigri Brann

Eggert Aron Guðmundsson fór mikinn þegar lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann unnu 4-1 útisigur á Sarpsborg í efstu deild norska fótboltans. Eggert Aron var í byrjunarliði Brann líkt og Sævar Atli Magnússon. Sveinn Aron Guðjohnsen sat hins vegar allan tímann á varamannabekk heimaliðsins.

Fótbolti

„Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“

Halldór Snær Georgsson, markvörður KR-inga var öflugur á milli stanganna þegar KR mátti þola enn eitt tapið í Bestu deild karla í fótbolta. Nú gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Átti Halldór Snær nokkrar afbragðs vörslur sem dugðu þó ekki til í dag þar sem Eyjamenn skoruðu í blálokin.

Íslenski boltinn

Davíð Snær og Guð­laugur Victor lögðu upp mörk

Davíð Snær Jóhannsson kom inn af bekknum og lagði upp eitt marka Álasunds í sigri liðsins í norsku B-deildinni í fótbolta. Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Plymouth Argyle og lagði upp mark liðsins í 1-3 tapi gegn Barnsley.

Fótbolti

„Erfið og flókin staða“

Eddie Howe, þjálfari Newcastle, segir aðstæðurnar sem uppi eru með Alexander Isak vera erfiðar og flóknar, langt frá því sem hann hefði viljað á undirbúningstímabilinu.

Enski boltinn

Fékk vægt á­fall: „Með fullt af missed calls“

Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson kveðst hafa fengið vægt sjokk og síminn hafi logað þegar ranglega var greint frá því að hann hefði samið við Íslandsmeistara Stjörnunnar. Hann er á leið til Spánar í haust en öll hans einbeiting er á komandi Evrópumóti.

Körfubolti

Stjórn­endur NBA reyna að sann­færa Real Madrid og fleiri for­rík fé­lög

Framkvæmdastjórinn Adam Silver og fleiri hæstráðendur NBA deildarinnar sóttu fundi víðsvegar um Evrópu í vikunni og voru síðast staddir í Madríd, höfuðborg Spánar. Stefnan er að stofna sameiginlega NBA-Evrópudeild á næstu árum. Með því að sannfæra Real Madrid um að taka þátt yrði stórt skref stigið í þá átt en fundir hafa verið haldnir með fleiri félögum.

Körfubolti

Er Donnar­umma svarið frekar en nýr fram­herji?

Enska knattspyrnufélagið Manhester United virðist virkilega trúa því að það gæti landað Gianluigi Donnarumma, markverði París Saint-Germain og ítalska landsliðsins, í sumar. Það væri þó aldrei að Donnarumma væri púslið sem gæti gert Man United samkeppnishæft?

Enski boltinn

„Sýna að maður eigi það skilið“

Almar Orri Atlason, leikmaður Bradley-háskóla í Bandaríkjunum, er bjartsýnn þegar kemur að sæti í lokahóp íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í körfubolta. Hann ræddi við Val Pál Eiríksson um landsliðsæfingar síðustu daga.

Körfubolti