Sport

Var í góðum séns en missti af sæti á Opna banda­ríska

Dagbjartur Sigurbrandsson náði ekki að tryggja sér sæti á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, hann endaði jafn í 38. sæti á lokaúrtökumóti í Columbus, Ohio í Bandaríkjunum í gær. Dagbjartur var í tólfta sæti eftir fyrri hringinn en sá seinni reyndist honum erfiður.

Golf

Hóta Abramovich lög­sókn og vilja láta Úkraínu fá Chelsea peninginn

Breska ríkisstjórnin hefur hótað Roman Abramovic lögsókn ef hann er ekki tilbúinn að láta peninginn sem fékkst fyrir þvingaða sölu á knattspyrnufélaginu Chelsea árið 2022 til Úkraínu. Um er að ræða tvo og hálfan milljarð punda sem sitja á frystum bankareikningi. Abramovich vill að peningarnir fari til allra fórnarlamba stríðsins milli Rússlands og Úkraínu.

Enski boltinn

KA fer beint í aðra um­ferð

Bikarmeistarar KA græða á góðum árangri íslenskra liða í Evrópukeppnum undanfarin ár og sitja hjá í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Framkvæmdastjóri félagsins segir um stórtíðindi að ræða, KA sé búið að tryggja sér væna summu.

Fótbolti

„Getum al­veg fundið glufur“ gegn Frakk­landi

Landsliðskonan Hildur Antonsdóttir segir Ísland alveg geta fundið glufur á franska liðinu sem spilar á fyrsta leikinn á nýjum Laugardalsvelli á morgun. Ísland þarf á sigri að halda til að tryggja áfram sæti sitt í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Fótbolti

Heið­rún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn

Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss og Jóhannes Guðmundsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur hömpuðu bæði Hvaleyrarbikarnum í fyrsta sinn í gær. Heiðrún vann afgerandi sigur í kvennaflokki en Jóhannes tryggði sigur í karlaflokki í bráðabana.

Golf

„Lengi dreymt um að keppa við þá“

Dagbjartur Sigurbrandsson tekur þátt í lokaúrtökumóti fyrir opna bandaríska meistaramótið í golfi í dag. Í holli með honum er þrefaldi risamótsmeistarinn Padraig Harrington og Svíinn Alex Noren, sem er með tíu sigra á Evrópumótaröðinni.

Golf