Sport

Messi og Villa skoruðu báðir tvö mörk í stórsigri á Sevilla

Lionel Messi og David Villa skoruðu báðir tvö mörk fyrir Barcelona í kvöld sem vann 5-0 storsigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Messi kom Barcelona í 1-0 eftir aðeins fjórar mínútur og það var aldrei vafi um sigur Börsunga ekki síst eftir að þeir urðu manni fleiri í lok fyrri hálfleiks.

Fótbolti

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk á síðustu átta mínútunum

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid á síðustu átta mínútunum og sá til þess að liðið vann 3-1 sigur á Hércules í kvöld og hélt toppsætinu í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Real Madrid lenti 0-1 snemma leiks en Hércules vann óvæntan 2-0 sigur á Barcelona á dögunum.

Fótbolti

Carlo Ancelotti: Við vorum heppnir

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, viðurkenndi að sínir menn hafi haft heppnina með sér í 2-1 sigri á Blackburn Rovers í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea lenti 0-1 undir en Nicholas Anelka jafnaði leikinn og Branislav Ivanovic tryggði síðan Chelsea öll þrjú stigin með marki sjö mínútum fyrir leikslok.

Enski boltinn

Chelsea og Arsenal bæði með sigurmörk á lokamínútunum

Chelsea er áfram með fimm stiga forskot á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Blackburn í dag. Branislav Ivanovic skoraði sigurmark Chelsea sjö mínútum fyrir leikslok en Alexandre Song tryggði Arsenal einnig sigur á West Ham með marki í lokin. Manchester City tapaði hinsvegar fyrir Wolves.

Enski boltinn

Redknapp: United er ekki sama lið án Ronaldo og Rooney

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur reynt að tala sjálfstraust í sína menn fyrir leikinn við Manchester United í dag með því að segja að lærisveinar Sir Alex Ferguson séu nú veikara lið eftir að þeir seldu Cristiano Ronaldo og með Wayne Rooney meiddann.

Enski boltinn

Ancelotti: Ashley Cole er besti vinstri bakvörður í heimi

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að Ashley Cole sé ekki á listanum yfir 23 bestu knattspyrnumenn heims fyrir árið 2010 af því að hann er varnarmaður. Ancelotti segir að Ashley Cole sé besti vinstri bakvörður í heimi og ætti að vera fyrirmynd fyrir alla upprennandi fótboltamenn.

Enski boltinn

Hernandez gæti haldið Rooney út úr liðinu hjá United

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur varað Wayne Rooney við því að hann geti ekkert labbað inn í byrjunarlið liðsins þegar hann snýr aftur eftir meiðslin. Dimitar Berbatov hefur byrjað tímabilið vel og Javier Hernandez er búinn að slá í gegn í fjarveru Rooney með því að skora þrisvar í síðustu tveimur leikjum.

Enski boltinn

NBA: Miami vann öruggan sigur á Orlando í Flórída-uppgjörinu

Miami Heat vann sannfærandi 26 stiga sigur á nágrönnum sínum í Orlando Magic í fyrsta heimaleik Miami með ofurþríeykið innanborðs. Los Angeles Lakers liðið sá til þess að þjálfarinn Phil Jackson vann sinn 1100. leik í NBA og er Lakers ósigrað eins og Atlanta Hawks, New Orleans Hornets, Oklahoma City Thunder Golden State Warriors og New Jersey Nets sem unnu öll líka í nótt.

Körfubolti