Enski boltinn

Andy Carroll þarf að lesa sögur fyrir börn fyrirliðans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Carroll.
Andy Carroll. Mynd/Nordic Photos/Getty
Andy Carroll hefur fengið verkefni hjá Kevin Nolan, fyrirliða Newcastle, á meðan hann gistir á heimili hans. Caroll hefur þurft að vera undir verndarvæng Nolan samkvæmt ákvörðun dómara en gömul kærasta hefur kært sóknarmanninn fyrir líkamsárás.

„Venju samkvæmt eru allir gestir okkar beðnir um að lesa sögur á kvöldin fyrir börnin mín. Andy Carroll er ekki búinn að gera það ennþá," sagði Kevin Nolan í viðtali við Guardian.

Andy Carroll hefur fengið leyfi yfirvalda til að fara aftur í sitt eigið húsnæði en það er líklegt að hann fái ekki að fara fyrr en hann er búin að sinna skyldum sínum og lesa fyrir krakkana hans Kevin Nolan.

„Andy er frábær strákur og það er mjög skemmtilegt að vera með honum. Hann er alltaf brosandi og í miklu stuði. Hann er búin að lenda í einhverjum vandræðum en lentum við ekki allir í einhverju veseni þegar við vorum ungir. Vandræði Andy hafa bara lent mikið í sviðsljósinu," sagði Kevin Nolan.

„Ég fann til með honum og leyfði honum því að búa hjá mér. Ef hann heldur áfram að standa sig þar sem það skiptir mestu máli, inn á vellinum, þá er ég mjög sáttur með hann," sagði Nolan.

„Andy hefur þurft að vera kominn heim fyrir tíu og farinn í rúmið sitt fyrir hálfellefu. Við erum þegar með útgöngubann fyrir börnin þannig að það er ekki mikil vandræði að bæta honum við," sagði Nolan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×